fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. desember 2021 19:00

Vigdís Howser. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og aktívistinn Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream, er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þær fara um víðan völl í viðtalinu, ræða um tíma Vigdísar í Reykjarvíkurdætrum, aktívisma og hvítan femínisma sem Vigdís segir ríkjandi hér á landi.

Hún útskýrir nánar. „Þetta er svona, já við ætlum að berjast fyrir þessu en ekki kynlífsverkafólki. Við ætlum að berjast fyrir þessu en ekki Black Lives Matter. Við ætlum að berjast fyrir þessu en ekki fyrir hórum. Þetta er þröngur femínismi og ég er ekki alveg þar. Enda tilheyri ég ekki honum,“ segir hún.

Edda segir að hún hefur orðið vör við þennan „þrönga“ femínisma í íslenskum femínískum Facebook-hópum. „Eins og ég sá allar þessar Facebook grúppur sem eru einhverjar svona aktívismi gegn ofbeldi blablabla en svo erum við að skilja út undan mjög mikið af fólki sem tilheyrir þessum hópi,“ segir Edda.

Vigdís tekur undir. „Þetta heitir TERFS. Basically konur sem eru anti-trans, anti allt þetta, anti sex work. Þær eru með sinn þrönga heim og þetta er femínisminn sem oft ratar í ríkisstjórnina. Þetta er femínisminn sem ratar oft í fjölmiðla. Þetta er femínisminn sem er meira „vocal“ og „outspoken“ og svo um leið og það kemur til dæmis eins og Only Fans sprengjan sem kom hérna, þá sérðu hvar í alvöru þeirra femínismi liggur og hvar þau í alvörunni eru.“

Vigdís segist vera orðin þreytt á þessu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Að fylgjast með sumum femínistagrúppum á Facebook sem ég hef tilheyrt. Þau bókstaflega „dehumanize-a“ kynlífsverkafólk, bókstaflega taka röddina þeirra með því að segja: „Þú veist ekki hvað þú vilt. Þú vilt ekki vera í þessum aðstæðum. Þú vilt ekki vera kynlífsverkamaður.“ Þetta er bara svona ég vil réttindi, ég vil basic human rights. Það er það sem kynlífsverkafólk vill, það vill ekki vera þaggað eða missa vinnuna sína. Það vill réttindi.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni á Pateron-síðu Eigin Kvenna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“