fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
Fókus

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. desember 2021 19:00

Vigdís Howser. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og aktívistinn Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream, er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þær fara um víðan völl í viðtalinu, ræða um tíma Vigdísar í Reykjarvíkurdætrum, aktívisma og hvítan femínisma sem Vigdís segir ríkjandi hér á landi.

Hún útskýrir nánar. „Þetta er svona, já við ætlum að berjast fyrir þessu en ekki kynlífsverkafólki. Við ætlum að berjast fyrir þessu en ekki Black Lives Matter. Við ætlum að berjast fyrir þessu en ekki fyrir hórum. Þetta er þröngur femínismi og ég er ekki alveg þar. Enda tilheyri ég ekki honum,“ segir hún.

Edda segir að hún hefur orðið vör við þennan „þrönga“ femínisma í íslenskum femínískum Facebook-hópum. „Eins og ég sá allar þessar Facebook grúppur sem eru einhverjar svona aktívismi gegn ofbeldi blablabla en svo erum við að skilja út undan mjög mikið af fólki sem tilheyrir þessum hópi,“ segir Edda.

Vigdís tekur undir. „Þetta heitir TERFS. Basically konur sem eru anti-trans, anti allt þetta, anti sex work. Þær eru með sinn þrönga heim og þetta er femínisminn sem oft ratar í ríkisstjórnina. Þetta er femínisminn sem ratar oft í fjölmiðla. Þetta er femínisminn sem er meira „vocal“ og „outspoken“ og svo um leið og það kemur til dæmis eins og Only Fans sprengjan sem kom hérna, þá sérðu hvar í alvöru þeirra femínismi liggur og hvar þau í alvörunni eru.“

Vigdís segist vera orðin þreytt á þessu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Að fylgjast með sumum femínistagrúppum á Facebook sem ég hef tilheyrt. Þau bókstaflega „dehumanize-a“ kynlífsverkafólk, bókstaflega taka röddina þeirra með því að segja: „Þú veist ekki hvað þú vilt. Þú vilt ekki vera í þessum aðstæðum. Þú vilt ekki vera kynlífsverkamaður.“ Þetta er bara svona ég vil réttindi, ég vil basic human rights. Það er það sem kynlífsverkafólk vill, það vill ekki vera þaggað eða missa vinnuna sína. Það vill réttindi.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni á Pateron-síðu Eigin Kvenna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband