fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Svala segir frá mögnuðu lífi í Bandaríkjunum: Heimsfrægur leikari bauð henni í glas – „Þetta var bara crazy“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 12:00

Svala Björgvinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir var nálægt því að verða næsta stórstjarna heimsins þegar hún skrifaði undir plötusamning í Bandaríkjunum í kringum aldamótin. Í útvarpsþættinum Lestinni á Rás 2 segir Svala frá glamúrlífinu sem hún lifði á þessum tíma en hún segir til að mynda frá fræga fólkinu sem hún hitti og hékk með á þessum tíma.

Svala segist hafa margar sögur frá þessum tíma. „Ég er bara eitthvað í partýi og Sean Penn er við hliðina á mér og spyr hvort ég eigi eld, Mark Wahlberg er bara að bjóða manni í glas. Ég var að deita besta vin Puff Daddy í þrjá mánuði og var bara alltaf heima hjá Puffy, skilurðu? Með hans vinum, heima hjá honum, djamma með þeim. Þegar hann [Puff Daddy] var að gera „Bad Boy For Life“ myndbandið þá var ég á settinu, bara að hanga,“ segir hún.

„Svona var lífið sem maður lifði, það eru engir samfélagsmiðlar þarna. Þannig það var ekkert hægt að segja frá þessu, maður var bara að segja vinum sínum frá þessu: „Já ég er hérna á Malibu, við erum í myndatöku, það er verið að taka myndir af Puffy fyrir einhvern singúl og eitthvað“. Maður lifði bara svona lífi, það kom bara einhver limmósína og náði í mann heima og keyrði mann niður á Malibu því hann var í einherjum tökum. Þetta var bara crazy.“

„Ég í raun og veru átti ekki mitt eigið líf sjálf“

Svala segir að á þessum tíma var hver einasti dagur skipulagður í þaula en henni fannst það vera erfitt. „Þetta var svolítið eins og hvirfilbylur, maður fór inn í þetta og þetta tók mann bara af stað og svo bara stoppaði maður ekki. Það var búið að plana hvern einasta dag fram í tímann, mér fannst það svolítið erfitt,“ segir hún.

„Ég í raun og veru átti ekki mitt eigið líf sjálf, það var búið að ákveða hvernig ég klæði mig, hvernig ég er, það var logið til um aldur minn, ég var bara búin til næstum því. Mér fannst það rosalega erfitt en ég aðlagaðist rosalega fljótt.“

Á þessum tíma var meira að segja fylgst með þyngdinni hennar Svölu. „Það var rosalega mikil stjórnun í gangi, ef ég bætti á mig þá fékk ég bara tölvupóst. Ég var kannski að túra einhvers staðar í Ameríku og þá sáu þeir einhverjar myndir og sögðu að ég væri búin að bæta á mig. Þetta var allt rosalega mikil stjórnun, deitaðu þennan, gerðu þetta, þessi föt,“ segir hún.

„Það voru 40 karlmenn sem bara réðu projectinu mínu, ég held að það hafi verið ein kona í teyminu mínu, það var stílistinn minn.“

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta