fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson: Grimmilegar uppeldisaðferðir leiða af sér skelfilega atburði

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlaunarithöfundurinn Óskar Guðmundsson var að senda frá sér fjórðu glæpasöguna Dansarinn. Hún kom samtímis út hjá Storytel sem hljóð- raf- og innbundinn bók og komin í allar helstu verslanir. Það er óhætt að segja að þessi nýi sálfræðitryllir hafi slegið í gegn en sem dæmi þá hefur Dansarinn setið í efsta sæti vinsældarlistans á Storytel frá því hún kom út 11.nóvember. Þegar þetta er ritað þá hafa um 6000 notendur hlustað á hljóðbókina eða eru með hana í lestri og rúmlega eittþúsund gefið henni stjörnugjöf. Óskar segir það hafa verið nýja og ánægjulega upplifun að aðeins degi eftir að Dansarinn kom inn til hlustunnar, þá hafi strax farið að hrannast inn umsagnir notenda.

Óvenjulegt sköpunarferli

Aðspurður segir Óskar að sköpunarferlið bókarinnar hafi verið með ólíkindum. „Sagan er óvenjuleg að því leiti að í fyrsta lagi er um mikinn harmleik að ræða hjá hinum unga ballettdansara Tony sem er aðalpersóna sögunnar. Hann elst upp hjá drykkfelldri og sjúkri móður sinni sem hafði eitt sinn verið helsta vonarstjarna Íslands í ballett. Frá unga aldri hefur hún þjálfað Tony í einangrun til að taka við keflinu og notar við það grimmilegar aðferðir sem leiða af sér skelfilega atburði. Í öðru lagi þá tók ég þá ákvörðun að fela ekki morðingjann líkt og ég gerði í fyrri bókum mínum. Ef ég hefði kosið þá leið þá hefði það takmarkaði verulega möguleika mína á að segja sögu drengsins. Hann er því öllum sýnilegur í upphafi sögunnar,“ segir Óskar. Lesendur fá einnig að kynnast rannsóknarlögregluparinu Valdimari og Ylfu en þau eiga eftir að koma við sögu í næstu bókum Óskars þar sem hann hefur nú þegar skrifað undir samning að næstu tveimur bókum í þríleiknum sem gætu þó orðið fleiri með lögregluparinu.

 

Þáttur Daníels Ágústs

Það óvenjulegasta í ferlinu var að Óskar fékk þá hugmynd að fá til liðs við sig tónlistarmennina Daníel Ágúst, Doctor Victor og Bomarz til að semja lag sem ætti í samtali við Dansarann. „Þetta var stórkostlegt ferðalag,“ segir Óskar. „Þau hjá Storytel samþykktu hugmyndina og ég fékk tækifæri til að fylgjast með laginu fæðast frá grunni til enda og ekki nóg með það, heldur var ákveðið að gera myndband sem að mínu mati er algjört listaverk.“

Lagið hefur fengið gríðarlega spilun bæði á Youtube og Spotify. Youtube-myndband lagsins er í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?