fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Margrét átti í engu sambandi við föður sinn – „Hann vildi ekki leysa málin fyrir dauða sinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 11:00

Margrét Eir Hönnudóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Margrét Eir Hönnudóttir þekkti föður sinn lítið sem ekkert á uppvaxtarárum. Þegar föðurafi hennar lést segir hún föður hennar hafa komið illa fram við hana og hafi hún þá ákveðið að loka á hann.

Hún segir frá þessu ásamt erfiðum móðurmissi, skemmtilegu brúðkaupi og öðru í forsíðuviðtali Vikunnar,

Breytti nafninu sínu

Margrét Eir var áður Hjartardóttir en er í dag Hönnudóttir. Hún breytti nafninu sínu eftir að föðuramma hennar dó árið 2005.

Margrét segir að hún var aldrei í miklu sambandi við föður sinn en hún var alltaf í sambandi við föðurömmu sína og -afa.

„Þegar afi dó kom pabbi ekki nógu vel fram við mig. Bara alls ekki. Og ég gerði ekkert til að verðskulda þessa framkomu. Ég gerði honum alveg grein fyrir því en hann var ekki tilbúinn að breyta rétt eða biðjast afsökunar. Þannig að ég tók ákvörðun um að loka þessum kafla um föður minn en vildi ekki breyta nafninu mínu á meðan föðuramma mín var á lífi. Þegar hún lést ákvað ég að láta verða af því að breyta eftirnafninu, ég vildi bara ekki særa hana því þetta var ekki svo mikilvægt,“ segir hún.

Dóu með nokkurra mánaða millibili

Móðir Margrétar lést í júlí 2019 eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Missirinn var mikill en þær mæðgur voru góðar vinkonur. Faðir Margrétar lést nokkrum mánuðum seinna, einnig úr krabbameini.

Hún viðurkennir að það hefði verið svolítið sérstakt að missa þau bæði með stuttu millibili. „Og skrýtið að missa föður minn sem ég þekkti þó ekki neitt. En ég var einhvern veginn búin að vinna mig út úr því að eiga aldrei eðlilegt feðginasamband við hann. Hann vildi ekki leysa málin fyrir dauða sinn og maður verður dálítið að velja sér bardagana sína; stundum er bara ekki hægt að fá fólk til að breyta rétt.“

Margrét var ekki viðstödd útför hans. „COVID var líka í mikilli uppsveiflu á þessum tíma og það voru strangar fjöldatakmarkanir í gangi.“

Þú getur lesið viðtalið í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þú getur lesið Vikuna í heild sinni á nýjum vef Birtíngs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni