fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Narsissistar geta ekki fundið til með öðru fólki – Þekkir þú slíkar manneskjur?

Fókus
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgerður Hauksdóttir mannfræðinemi hefur kynnt sér narsissisma í kjölfar þess að hún átti í niðurbrjótandi samskiptum við narsisstíska vinkonu. Hallgerður segir að töluverðar ranghugmyndir séu á sveimi um hvað narsissisma og sumir rugli honum jafnvel saman við eðlilega sjálfsánægju eða heilbrigðri löngun eftir viðurkenningu.

Hallgerður ræðir þetta í þættinum Undir yfirborðinu sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20, í umsjón Ásdísar Olsen.

Hallgerður sækir sína þekkingu á fyrirbærinu til fagfólks, meðal annars til skrifa geðlækna. Segir hún að narsissismi sé persónleikaröskun sem þróist með viðkomandi í æsku, þar sem erfiðar aðstæður valdi því að barnið glati eigið sjálfi og þurfi að skapa sér nýtt sjálf.

Hún segir að narsissistar geti ekki sett sig í spor annars fólks og skoði tilfinningaleg viðbröð þeirra af hlutleysi, eins og fyrirbæri. Hún segir í pistli sem hún hefur skrifað um þessa röskun á Facebook-síðu sinni:

„Að mínu mati er veröld okkar að miklu leyti stjórnað af narsissistum og einnig af siðblindu fólki vegna þess hversu valdsækið það er. Það er hluti af þeirra röskun, að segja má, að verða að hafa vald og stjórn, ýmist á ,,sínu“ fólki eða bara einhver völd, oft er þett byggt á leiða og tómleika og sækni í spennu. Hátt hlutfall þessa fólks í forystuhlutverkum er að mínu mati að hluta til ástæða þess að svo bjöguð viðhorf og viðmið eru ráðandi samfélagslega, t.d. sókn eftir valdi eða frægð frekar en t.d. eftir sjálfsrækt eða heilbrigðu samfélagi. Alla daga sé ég þetta fólk vaða um heiminn á skítugum skónum. Rannsóknir hafa einmitt sýnt hærra hlutfall fólks með narsissistísk hegðunareinkenni í forsvari í valdastöðum eins og í stjórnmálum eða hjá ráðandi stofnunum eða hjá fyrirtækjum heldur en á meðal almennings.“

Hér í spilaranum er brot úr þættinum í kvöld og þar fyrir neðan er tengill inn á grein Hallgerðar:

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Hide picture