fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Ofurfyrirsæta útskýrir hvað sé svona aðlaðandi við Pete Davidson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 12:00

Emily Ratajkowski og Pete Davidson. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru allir að tala um Pete Davidson þessa dagana. Margir velta því fyrir sér hvernig hann fer að því að næla sér í hverja glæsilegu stjörnuna á fætur annarri.

Pete hefur verið orðaður við poppgyðjuna Ariönu Grande, leikkonurnar Kate Beckinsale og Phoebe Dynevor og fyrirsætuna Kaiu Garber. Nú er hann sagður vera að hitta raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian.

Sjá einnig: Kanye West í sambandi með helmingi yngri fyrirsætu – Hiti færist í leikinn hjá Kim og Pete

Aðdáendur velta því fyrir sér hvert leyndarmál hans sé en samkvæmt fyrirsætunni Emily Ratajkowski er ekkert leyndarmál. Hún segir að hann sé „mjög sjarmerandi.“

Emily ræddi um sjarma Pete í Saturday Night Live í fyrrakvöld. Hún vann með grínistanum fyrir herferð í september.

„Hann er fagmaður,“ sagði hún.

„Augljóslega þykir konum hann mjög aðlaðandi. Gaurar eru alveg: „Vá hvað er málið með hann?“ Og ég meina, hann virðist vera súper sjarmerandi. Hann er berskjaldaður. Hann er indæll. Naglalakkið hans er geggjað. Hann lítur vel út!“

Emily benti líka á að Pete sé mjög náinn móður sinni og þau eiga mjög gott samband.

Fyrirsætan er ekki sú fyrsta til að tjá sig um sjarma Pete. Höfundurinn Kristen Mulrooney skrifaði á Twitter: „Ég elska að í hvert skipti sem Pete Davidson byrjar að hitta aðra fallega stjörnu þá eru allir bara: „Hvað í fjandanum er í gangi, hvernig fór hann að þessu???“ Og allir neita að skoða þann valmöguleika að hann gæti einfaldlega verið með góðan persónuleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey í uppáhaldi hjá Obama

Laufey í uppáhaldi hjá Obama
Fókus
Fyrir 3 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV