fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Adele tjáir sig í fyrsta sinn um þyngdartapið – Blæs á kjaftasögurnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. október 2021 08:52

Adele tjáir sig í fyrsta sinn í viðtali við Vogue.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin tæp tvö ár hefur þyngdartap söngkonunnar Adele vakið gríðarlega athygli. Hún hefur þó aldrei tjáð sig opinberlega um það fyrr en nú. En allir aðrir virðast hafa haft nóg um það að segja.

Fyrrverandi einkaþjálfari hennar tjáði sig meðal annars um hvað Adele gerði til að ná þessum árangri. Hún sagði aðalástæðuna vera mataræðið. En nú hefur komið fram að þessi kona var aldrei þjálfari Adele. Söngkonan segir að allar fréttir og sögur um þyngdartap hennar séu lygi.

Fjöldi aðdáenda söngkonunnar hafa einnig tjáð sig um þyngdartap hennar á samfélagsmiðlum og margir hafa tengt það við skilnað söngkonunnar við eiginmann hennar, Simon Konecki árið 2019. Kenning margra er að Adele hefði „komið sér í form“ til að „hefna sín“ eftir sambandsslitin. Adele blæs á kjaftasögurnar og segir það ekki rétt.

Hún tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn um málið í viðtali við bæði bandaríska og breska Vogue.

Adele er framan á forsíðum breska og bandaríska Vogue.

Vann gegn kvíðanum

Adele segir að jú vissulega hefði hún grennst á sama tíma og hún var að skilja við eiginmann sinn, en hún forgangsraðaði ekki vellíðan sinni til að hefna sín á honum. Hana langaði einfaldlega að líða vel aftur.

„Ég áttaði mig á því að kvíðinn hvarf þegar ég æfði,“ segir Adele í samtali við Vogue.

„Þetta snerist aldrei um að léttast. Ég hugsaði, ef ég get gert líkama minn sterkan og ég finn það og sé það, þá kannski get ég gert tilfinningar mínar og huga minn sterkan.“

Og fyrir fólk sem heldur að Adele sé að „hefna sín“ (e. revenge body) þá hefur hún þetta að segja: „Guð minn góður. Tottaðu mig!“

„Ég gerði þetta fyrir mig og engan annan,“ bætir hún við.

Háð því að æfa

Söngkonan viðurkennir að hún varð „háð“ því að æfa sem aðferð til að glíma við kvíða. Það hjálpaði henni svo mikið að hún æfir gjarnan tvo til þrjá tíma á dag. Hún lyftir lóðum á morgnana, fer í fjallgöngu eða stundar hnefaleika um miðjan dag og endar daginn á þolfimi.

Þegar kemur að mataræði segir Adele að hún fylgi engu sérstöku mataræði. Hún borðar það sem hún vill og meira en það. „[Ég] borða örugglega meira en áður því ég æfi svo mikið,“ segir hún.

En ekki reikna með að finna æfingaprógramm hennar á netinu. Hún segir að hver sem heldur því fram að hann sé þjálfari hennar sé að ljúga.

„Þú veist að allar þessar fréttir um mig hafa verið hundrað prósent feik,“ segir hún.

„Fólkið sem hefur stigið fram og sagt að það voru þjálfararnir mínir er fólk sem ég hef aldrei hitt áður. Þetta er ógeðslegt. Ég kemst ekki yfir það. Einhver pílates-kona sem ég hef aldrei hitt!“

Viðbrögð annarra kvenna

Eina sem truflaði Adele meira en „þjálfararnir“ sem sigldu undir fölsku flaggi voru viðbrögð kvenna við útliti hennar. „Það voru aðrar konur sem áttu grimmilegustu samtölin um líkama minn. Ég var fyrir fokking vonbrigðum með það. Það særði mig.“

Hún viðurkennir að hún skilur af hverju það hafi verið „sjokk“ fyrir aðdáendur hennar að útlit hennar hefði breyst og þeim hefði liðið eins og hún hefði „svikið þá.“

„Ég skil af hverju sumar konur voru sárar. Útlitslega þá var ég fulltrúi margra kvenna. En ég er enn sama manneskjan,“ segir hún.

Þetta var aldrei leyndarmál

Adele tekur fyrir að þyngdartap hennar hafi verið eitthvert leyndarmál. Hún bara deilir ekki öllu með umheiminum á samfélagsmiðlum eins og aðrir.

„Fólk er í áfalli yfir því að ég deildi ekki „vegferð“ minni. Það er vant því að fólk deili öllu á Instagram og flestir í minni stöðu hefðu getað farið í stórt samstarf með einhverju megrunarfyrirtæki. Mér gæti ekki verið meira skítsama,“ segir hún.

Adele og Rich Paul

Nýi kærastinn

Adele tjáir sig einnig um samband sitt og íþróttaumboðsmannsins Rich Paul. Hún segir að hún sé ekki bara með honum til að „komast yfir“ fyrrverandi eiginmann sinn (e. rebound). „Þetta er fáránlegt. Ég held að fólki hætti til að sjá konur sem skilja fyrir sér sem á einhvern hátt stjórnlausar. „Ó hún hlýtur að vera klikkuð. Hún hlýtur að hafa ákveðið að hún vilji vera hóra. Því hvað er kona án eiginmanns?“

Adele segir að athyglin trufli Rich ekki neitt, en það hefur verið erfitt að eiga í samböndum því það eru fáir sem höndla fjölmiðlafárið.

Fyrir óþreyjufulla aðdáendur söngkonunnar er loksins að koma ný plata frá henni þann 15. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“