fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Óhugnanlegt myndband þar sem „draugur“ tekur hálsól af hundi

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 09:13

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband fer eins og eldur í sinu um netheima þar sem „draugur“ virðist taka hálsól af hundi. Kona að nafni Shanny Fantg deildi myndbandinu á TikTok og hefur það fengið um tólf milljónir áhorfa. Hún hefur birt nokkur myndbönd á miðlinum til þess að sanna að yfirskilvitleg fyrirbæri séu að heimsækja heimili hennar.

Myndbandið er tekið upp á öryggismyndavél Shanny. Það má heyra báða hundana á myndbandinu gelta. Þeir eru inni í sitthvoru búrinu að gelta á hvorn annan en hætta skyndilega. Síðan virðist hálsól svarta hundsins hreyfast og hann er skelfingu lostinn. Hann stekkur aftur fyrir sig, eins og hann sé að reyna að komast í burtu frá einhverjum eða einhverju og síðan dettur hálsólin af hundinum.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@shannyfantgsorry for the obnoxious barking at the beginning. watch my black dog. ghost takes her collar off in her crate. #fyp #ghost #dog #scary #wtf♬ original sound – user3228721954538

Shanny skrifar með myndbandinu: „Horfið á svarta hundinn minn. Draugurinn tekur af hálsólina af henni.“

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og óhug netverja. „Ég hef aldrei séð jafn sannfærandi draugamyndband,“ segir einn netverji.

„Þeir urðu báðir mjög hljóðlátir. Þeir fundu orkuna. Þögnin var ærandi,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Í gær

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“