fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. október 2021 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Viggósson lögreglumaður lést þann 10. september síðastliðinn eftir 27 ára baráttu við krabbamein. Þykir undrum sæta hvað lengi Baldvin hafði betur í baráttunni við illvígt krabbamein en ekkja hans, Kristín Snorradóttir, telur að þrjóska hans og þrautseigja hafi ráðið þar miklu.

Kristín er nú að láta gamlan draum síns heittelskaða rætast en núna er komin í framleiðslu bók sem inniheldur úrval af ljóðum sem Baldvin orti í gegnum tíðina. „Þetta var stóri draumurinn og eitthvað sem hann var að undirbúa en náði bara ekki að klára. Bókin er sett upp nákvæmlega eins og hann gekk frá henni í tölvunni og eins og hann hafði hugsað hana, það eina sem ég og grafíski hönnuðurinn gerðum var að hanna bókarkápuna í samræmi við titilinn og innihaldið,“ segir Kristín.

Söfnun er nú í gangi á Karolina Fund, þar er hægt að heita á verkefnið, tryggja sér eintak og stuðla að því að þessi draumur Baldvins rætist.

Kristín segir að þeir sem hafa lesið yfir ljóð Baldvins segi að þessi bók verði að koma út, hún eigi eftir að veita mörgum styrk sem glíma við erfiðleika, til dæmis fíkn eða krabbamein. Ljóðin eru þrungin erfiðri lífsbaráttu Baldvins.

„Innihald bókarinnar er að vissu leyti okkar ævi, okkar saga. Við fórum í gegnum erfitt tímabil vegna fíknivanda sonar okkar og Baldvin skrifaði mjög átakanlegt ljóð um það. Sjálfur barðist hann við krabba í 27 ár og þurfti að takast á við þunglyndi og margs konar ótta. Hann var ekki maður sem sagði margt, hann átti auðveldara með að tala við dýr en fólkið, en hann tjáði sig í ljóðunum,“ segir Kristín.

Sá alltaf manneskjurnar á bak við aðstæðurnar

„Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár. En hann var líka góður í gegn og gerði allt til að styðja aðrar manneskjur. Hann bjó yfir miklum mannkærleika, hann var lögreglumaður í 30 ár og þurfti að takast við margt erfitt, en alltaf sá hann manneskjuna á bak við aðstæðurnar. Þegar hann þurfti að hafa afskipti af fólki þá sannarlega beygði hann aldrei lögin en hann sá alltaf manneskjuna og dæmdi hana ekki af gjörðum hennar, hvort sem viðkomandi hafði beitt ofbeldi eða var fastur í viðjum fíknar. Hann vissi að enginn ætlar sér að lenda í slíkum aðstæðum,“ segir Kristín þegar blaðamaður spyr hana hvernig maður Baldvin hafi verið.

Hún segir starfsfélaga Baldvins vitna um að hann hafi haft geðslag eins og best hæfi lögreglumönnum. „Hann hafði til að mynda mikið jafnaðargerð og í þau 29 ár sem við vorum samna þá man ég eftir því að hann hafi reiðst tvisvar. Það var allt og sumt.“

Kristín segir að Baldvin hafi hætt til að hugsa meira um þarfir annarra en sínar eigin: „Ég hefði viljað sjá hann taka meira pláss í veröldinni og leyfa sér að njóta. Honum virtist meira umhugað um að láta aðra njóta.“

Tveir úlfar

Í jarðarför Baldvins voru lesin upp nokkur ljóð úr bókinni og í minningarorðum var tilkynnt um væntanlega útgáfu hennar. Meðal ljóðanna er eftirfarandi sem lýsir því að maður hefur val í lífinu:

Tveir úlfar
Í hugskoti þínu berjast úlfar tveir
Annar góður – hinn grimmur
annar bjartur – hinn dimmur
Þeir takast á af krafti fullum
En hvor þeirra fer með sigur
hvor þeirra verður af þínum fóðrum digur
Það er sá sem að þú elur
það er hann sem að þú velur

Þeir sem vilja kynna sér verk Baldvins frekar og hjálpa honum að láta draum hans rætast eru hvattir til að smella hér og fara inn á síðu verkefnisins á Karolina Fund.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“