fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Gurra minnist sonar síns sem lést fyrir þremur árum – „Við andlát þitt dó eitthvað innra með mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. október 2021 18:18

Gurra og sonur hennar, Þorbjörn. Samsett mynd úr aðsendu myndefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við getum ekki hist, ég get ekki sagt það við þig sem ég þarf svo mikið að segja. Langar svo til að geta faðmað þig og segja þér að allt muni ganga vel. Kveiki á kertum fyrir þig á hverjum degi , býð þér góðan dag og góða nótt. Kyssi myndina af þér sem er hér hjá mér alla daga,“ skrifar Gurra Hauksdóttir Schmidt í áhrifamiklum pistli þar sem hún minnist sonar síns, Þorbjarnar Hauks, sem lést fyrir réttum þremur árum, þann 15. október árið 2018.

Þorbjörn stríddi við fíkn og varð heimilislaus, en hremmingar hans hófust í kjölfar umferðarlyss sem hann lenti í. Í slysinu hlaut Þorbjörn mörg beinbrot og skaddaðist á framheila. „Hann var þarna á sjúkrahúsi og í endurhæfingu í tæpt ár. Allan þennan tíma er hann á sterkjum verkjalyfjum, og einhvern veginn fer allt niður á við eftir það,“ sagði Gurra í viðtali við Fréttablaðið árið 2018, rétt fyrir andlát sonar hennar.

Gurra, sem býr í Danmörku og rekur þar gistiheimili, hefur beitt sér töluvert fyrir hagsmunum útigangsfólks og meðal annars staðið fyrir fatasöfnunum í þágu þess. Um það má meðal annars lesa í grein hjá Mannlífi haustið 2019.

Í skrifum sínum í dag ræðir Gurra um myrkrið sem hjúpar þá sem lenda á götunni, meðal annars myrkur fordóma:

„Myrkrið í lífi þess sem hefur upplifað það að búa á götunni vera ávallt á hugbreytandi efnum og vera í umgengni við fólk í sömu stöðu alla daga er mikið. Myrkur, þungi , sálarkvöl og mikil sorg umvefur þennan einstakling. Það er sama hvar hann kemur hann verður ávallt fyrir fordómum þeirra sem ekki þekkja til eða vilja ekki þekkja til . Svona erum við mörg okkar , fordómar þar til við vitum betur. Það er skelfilegt að vita að einum eða fleirum meðlimum fjölskyldu í þessum heimi myrkursins. Að eiga barn á þessum stað þekki ég vel og við fjölskyldan og höfum ekki farið varhluta af því að vera í myrkri og sorg. Að uppgötva að eins barn er byrjað að nota eiturlyf , í mínu tilfelli fékk ég hringingu um það, maður stendur eins og illa gerður hlutur og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta var fyrir mörgum árum.“

Gurra segir að margir foreldrar telji að svona geti ekki hent börn þeirra. En fíknsjúkdómur fer ekki í manngreinarálit. Hún fjallar um hvað fjölskyldur bregðast með mismunandi hætti við fíknivandamálum en hennar leið hafi ávallt verið sú að vera opinská um vandann og leita hjálpar:

„Sumar fjölskyldur eru opnar um stöðuna, aðrar loka hreinlega á vini og vandamenn til að leyna því hver staðan er á heimilinu. Ég var þessi opna manneskja og vildi allt gera til að fíkillinn næði bata og við öll fjölskyldan gætum lifað eðlilegu lífi . Ég get líka sett mig í spor þeirra sem vilja leyna því hvað er að gerast á heimilinu .Hitt er annað að ef ég nefndi það hvað væri um að vera í fjölskyldunni þá lokuðu vinir og vandamenn eyrunum. Ég get alveg sett mig í þeirra spor því það grípur sig hræðsla um það sem maður ekki þekkir.“

Gurra segir ennfremur: „Við andlát þitt dó eitthvað innra með mér, þannig er það með okkur mannfólkið, við erum sterk en við barnsmissi, það er svo mikill endir á öllu.“

Gurra ræðir fíknivandann vítt og breitt í pistli sínum en grunnstefið er kærleikur og fordómaleysi. Pistilinn má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart