fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Þetta finnst áhugafólki um glæpaleysi Arnaldar – „Ég verð að viðurkenna að ég er efins“ – „Loksins, segi ég“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. október 2021 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sætir tíðindum að vinsælasti glæpasagnahöfundur landsins undanfarna áratugi, Arnaldur Indriðason, skuli ekki senda frá sér glæpasögu fyrir þessi jól heldur sögulega skáldsögu. Sigurverkið heitir bókin, en Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.

Um er að ræða 25. skáldsögu Arnaldar en hann á að baki 24 spennusögur. Arnaldur segir að hugmyndin að sögunni hafi komið til sín mjög skyndilega í fyrrasumar og skrifaði hann bókina á um sex mánuðum. Sagan gerist á Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld. Fjallar hún um kynni íslensks úrsmiðs og Kristjáns sjöunda Danakonungs.

Tíðindin koma aðdáendum Arnaldar, sem og öðru bókaáhugafólki á óvart, og eru fjörlegar umræður um þetta í hinum vinsæla FB-hópi, Bókagull – Umræða um góðar bækur. Ónefndur málshefjandi segir: „Hvernig heldur fólk að þetta muni ganga hjá Arnaldi? Ég verð að viðurkenna að ég er efins.“

Annað áhugafólk í hópnum bendir á að Arnaldur sé sagnfræðimenntaður og þess sjái stað í bókum hans. Raunar eru flestir fyrir utan málshefjanda mjög spenntir fyrir þessum tíðindum. Einn segir:

„Loksins, segi ég nú bara!
A skrifar oft áhugaverðar persónur og sagnfræðivinkillinn er líka oft áhugaverður.
Að skrifa gott glæpaplott sem kemur manni á óvart hefur mér hins vegar aldrei fundist hans sterka hlið. Það er þó auðvitað bara mín skoðun.
Þessu er ég svolítið búinn að vera að bíða eftir.“
„Hlakka virkilega til að lesa, Arnaldur er frábær penni og persónusköpun hans er fantagóð,“ segir ein kona.
Kristín M. Jóhannsdóttir, blaðamaður, bendir á að stefnt hafi í sagnfræðilega skáldsögu hjá Arnaldi í nokkurn tíma og það hafi komið fram í viðtali sem hún tók við hann fyrir nokkrum árum. Björg Árnadóttir, ritlistarkennari segir:
„Loksins, segi ég eins og fleiri hér að ofan, brýtur hann af sér glæpasöguhlekkina og skrifar það sem hann langar til.“

Silja Aðalsteinsdóttir, þýðandi og bókmenntaritstjóri um áratuga skeið, segir: „Arnaldur er prýðilegur sagnfræðingur eins og hann hefur sýnt í fjölmörgum bóka sinna. Raunar er mis-fjarlæg fortíð nærri í flestum bókum hans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir

Fólk verður furðulostið þegar það kemst að því hvað hún er gömul – Svona notar hún kartöflu fyrir þrýstnari varir
Fókus
Í gær

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“

Lætur netverja heyra það fyrir myndbirtingu – „Þú sagðist ætla að hætta. Þú lofaðir mér því persónulega“
Fókus
Í gær

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“

Lögreglumaðurinn Baldvin er látinn en nú rætist hans hinsta ósk – „Hann var þverari en andskotinn og það bjargaði lífi hans í mörg ár“
Fókus
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll

Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“

Fegrunaraðgerð sem breyttist í martröð – „Ég lít út fyrir að vera 10 árum eldri [..] ég er að rotna“