fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Þetta finnst áhugafólki um glæpaleysi Arnaldar – „Ég verð að viðurkenna að ég er efins“ – „Loksins, segi ég“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. október 2021 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sætir tíðindum að vinsælasti glæpasagnahöfundur landsins undanfarna áratugi, Arnaldur Indriðason, skuli ekki senda frá sér glæpasögu fyrir þessi jól heldur sögulega skáldsögu. Sigurverkið heitir bókin, en Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.

Um er að ræða 25. skáldsögu Arnaldar en hann á að baki 24 spennusögur. Arnaldur segir að hugmyndin að sögunni hafi komið til sín mjög skyndilega í fyrrasumar og skrifaði hann bókina á um sex mánuðum. Sagan gerist á Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld. Fjallar hún um kynni íslensks úrsmiðs og Kristjáns sjöunda Danakonungs.

Tíðindin koma aðdáendum Arnaldar, sem og öðru bókaáhugafólki á óvart, og eru fjörlegar umræður um þetta í hinum vinsæla FB-hópi, Bókagull – Umræða um góðar bækur. Ónefndur málshefjandi segir: „Hvernig heldur fólk að þetta muni ganga hjá Arnaldi? Ég verð að viðurkenna að ég er efins.“

Annað áhugafólk í hópnum bendir á að Arnaldur sé sagnfræðimenntaður og þess sjái stað í bókum hans. Raunar eru flestir fyrir utan málshefjanda mjög spenntir fyrir þessum tíðindum. Einn segir:

„Loksins, segi ég nú bara!
A skrifar oft áhugaverðar persónur og sagnfræðivinkillinn er líka oft áhugaverður.
Að skrifa gott glæpaplott sem kemur manni á óvart hefur mér hins vegar aldrei fundist hans sterka hlið. Það er þó auðvitað bara mín skoðun.
Þessu er ég svolítið búinn að vera að bíða eftir.“
„Hlakka virkilega til að lesa, Arnaldur er frábær penni og persónusköpun hans er fantagóð,“ segir ein kona.
Kristín M. Jóhannsdóttir, blaðamaður, bendir á að stefnt hafi í sagnfræðilega skáldsögu hjá Arnaldi í nokkurn tíma og það hafi komið fram í viðtali sem hún tók við hann fyrir nokkrum árum. Björg Árnadóttir, ritlistarkennari segir:
„Loksins, segi ég eins og fleiri hér að ofan, brýtur hann af sér glæpasöguhlekkina og skrifar það sem hann langar til.“

Silja Aðalsteinsdóttir, þýðandi og bókmenntaritstjóri um áratuga skeið, segir: „Arnaldur er prýðilegur sagnfræðingur eins og hann hefur sýnt í fjölmörgum bóka sinna. Raunar er mis-fjarlæg fortíð nærri í flestum bókum hans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi