fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Óvænta símtalið sem eiginmaður Brittany Murphy hringdi eftir dularfullt andlát hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 10:00

Brittany Murphy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin What Happened, Brittany Murphy? kemur út á streymisveitunni HBO í dag. Nýjar upplýsingar um síðustu daga leikkonunnar og meinta skuggalega fortíð eiginmanns hennar, Simon Monjack, koma fram í myndinni.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar koma fram um hið dularfulla fráfall Brittany Murphy – Kallar eiginmanninn „truflaðan“

Meðal þess sem kemur fram í myndinni er óvænt símtal sem Simon hringdi nokkrum dögum eftir fráfall Brittany. E! Online greinir frá.

Amber Ryland, fyrrverandi blaðamaður Radar Online, kemur fram í myndinni. Hún segir að hún muni aldrei gleyma fyrstu dögunum eftir fráfall leikkonunnar.

Amber Ryland kemur fram í nýrri heimildarmynd um fráfall Brittany Murphy.

Þetta var í desember 2009 og nokkrum dögum áður hafði heimurinn frétt af skyndilegu fráfalli Brittany Murphy. Amber var að fjalla um málið fyrir Radar Online.

„Nokkrum dögum eftir fráfall hennar var búið að fækka verulega í hóp fjölmiðlamanna og paparazzi ljósmyndara [fyrir utan hús hennar] en við vorum þarna ennþá,“ segir hún.

„Okkur var sagt að vera áfram, eyða nóttinni í bílnum. Við vorum þarna nánast allan sólarhringinn.“

Á jóladag fékk Amber símtal frá yfirmanni sínum. Hann sagði henni að kaupa blómvönd og fara með hann að húsi Brittany Murphy, sem hún gerði. Hún hringdi dyrabjöllunni og Simon Monjack kom til dyra.

„Ég sagði: „Gleðileg jól. Mér þykir svo leitt með Brittany. Nafnspjaldið mitt er þarna ef þú vilt spjalla en engin pressa.““

Amber fór síðan í bíl sinn og keyrði í burtu. Hún segir að minna en klukkustund síðar hefði síminn hringt og hinum meginn á línunni var Simon. Amber segir að hún hefði verið í „áfalli“ að hann hefði hringt.

„Ég sagði: „Hæ“ og hann sagði „Er þetta ekki Amber?“ Ég sagði: „Já.“ Og hann sagði: „Takk, ég fékk blómin þín.“ Síðan var hann þögull í smá stund og sagði: „Þú veist, þú ert sú eina sem ég hef hringt í.“ Og ég sagði: „Ó.“ Og hann sagði: „Þú ert sú eina sem ég vil tala við.“ Þarna var ég komin með greiðan aðgang að honum.“

Dularfullur dauðdagi

Leikkonan Brittany Murphy lést á heimili sínu aðeins 32 ára, þann 20. desember árið 2009. Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa dregið Murphy til dauða; lungnabólga, blóðleysi og banvæn blanda af lyfjum til meðhöndla öndunarfærasjúkdóma.

Þegar eiginmaður Murphy, handritshöfundurinn Simon Monjack, lést af svipuðum orsökum aðeins fimm mánuðum síðar krafðist móðir hennar þess að heimili þeirra hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu. Hún var sannfærð um að mygla væri orsakavaldurinn. En það fannst hvorki mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við krufningu. Þó er talið að slæmur aðbúnaður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í veikindunum sem hrjáðu þau bæði.

Bróðir Brittany Murphy, Tony Bertolotti, steig fram árið 2019 og hélt því fram að dauða hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Hann trúir því að systir hans hafi ekki látist af náttúrulegum orsökum, hann telur að hún hafi verið myrt.

Sjá einnig: Bróðir Brittany Murphy varpar fram skuggalegri kenningu um dauða hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands