fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Nýjar upplýsingar koma fram um hið dularfulla fráfall Brittany Murphy – Kallar eiginmanninn „truflaðan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. október 2021 10:30

Simon Monjack og Brittany Murphy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar um hið dularfulla fráfall Brittany Murphy koma fram í nýju HBO heimildarmyndinni What Happened, Brittany Murphy? E! News greinir frá. Myndin kemur út þann 14. október næstkomandi.

Í myndinni koma fram nýjar upplýsingar um síðustu daga leikkonunnar og meinta skuggalega fortíð eiginmanns hennar, Simon Monjack.

Það er kafað djúpt í fortíð Simon, en fráfall hans var ekki síður dularfullt. Hann lést nokkrum mánuðum á eftir Brittany.

„Hann var truflaður einstaklingur sem var vanur að svindla á fólki og Brittany var eitt af síðustu fórnarlömbum hans,“ segir leikstjóri myndarinnar, Cynthia Hill, við People um Simon.

„Því meira sem við rannsökuðum málið því augljósara varð hegðunarmynstur hans.“

Förðunarfræðingur hennar stígur fram

Förðunarfræðingurinn Trista Jordan, sem vann með Brittany Murphy við tökur á síðustu kvikmynd hennar, Something Wicked, kemur fram í heimildarmyndinni og lýsir síðustu dögum leikkonunnar.

„Augu hennar voru djúpt sokkin og hún virtist vera svo sorgmædd. Hún var ekki hún sjálf. Hún var í svo miklum sársauka. Hún stóð í fæturna eins og Bambi og gat varla staðið í þær,“ segir hún.

Dularfullur dauðdagi

Leikkonan Brittany Murphy lést á heimili sínu aðeins 32 ára, þann 20. desember árið 2009. Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa dregið Murphy til dauða; lungnabólga, blóðleysi og banvæn blanda af lyfjum til meðhöndla öndunarfærasjúkdóma.

Þegar eiginmaður Murphy, handritshöfundurinn Simon Monjack, lést af svipuðum orsökum aðeins fimm mánuðum síðar krafðist móðir hennar þess að heimili þeirra hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu. Hún var sannfærð um að mygla væri orsakavaldurinn. En það fannst hvorki mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við krufningu. Þó er talið að slæmur aðbúnaður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í veikindunum sem hrjáðu þau bæði.

Brittany Murphy.

Bróðir Brittany Murphy, Tony Bertolotti, steig fram árið 2019 og hélt því fram að dauði hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Hann telur að systir sín hafi verið myrt.

„Ef þú horfir á þetta utan frá þá sérðu unga, frekar heilbrigða konu, hún er heima með meintum eiginmanni sínum og móður, og hún deyr. Hversu fáránlegt er það? Það er bara í Hollywood þar sem þetta er hver annar dagur í dýragarðinum. Enginn fer með hana á spítala, sem er aðeins 6,5 km í burtu,“ sagði hann í samtali við Daily Mail.

„Ég hef eytt mörgum árum í að skoða þetta, reyna að bæla niður reiði mína. Ég held að Brittany hafi verið myrt. Hver drap Brittany? Hún lést ekki af náttúrulegum orsökum.“

Sjá einnig: Bróðir Brittany Murphy varpar fram skuggalegri kenningu um dauða hennar

Tony heldur að dauði þeirra tengist viðskiptaháttum þeirra og skuldum Simons. Það er ekkert leyndarmál að Tony líkaði illa við Simon, en stuttu eftir dauða Simons sagðist Tony ekki syrgja hann.

Tony sagðist ekki telja Brittany og Simon hafa verið hjón. Á sínum tíma greindi TMZ frá því að Simon deildi rúmi með tengdamóður sinni þegar Brittany dó.

„Ég trúi því ekki að Brittany og Simon voru hjón. Ég held að Simon hafi verið með Sharon. Þau deildu rúmi þegar Brittany dó,“ sagði Tony.

Viðtalið vakti mikla athygli og var talið einstaklega furðulegt.

Furðulegt viðtal

Í fyrra kom út heimildarþáttur á Investigation Discovery sem skoðaði fráfall leikkonunnar. Nokkur atriði komu upp í þættinum og var meðal annars fjallað um undarlegt viðtal sem Simon fór í eftir dauða Brittany.

Eftir að Brittany lést kom Simon fram í viðtali á Larry King Live til að lýsa yfir sakleysi sínum. Hann kallaði sig sjálfan rabbí en ekki lækni. Hann sagði að hann vildi ekki að það yrði framkvæmd krufning á Brittany því hennar „óspillti líkami var með línur á réttum stöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“