fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Guðmundur Ingi rifjar upp fjölmiðlaferilinn – „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. október 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vita líklega ekki margir að Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, var einu sinni fréttarritari hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Guðmundur deildi í dag á Facebook þessari ljómandi skemmtilegu mynd sem fylgir fréttinni, en hann birtir hana í tilefni 35 ára afmælis Stöðvar 2:

„Í tilefni 35 ára afmæli Stöðvar 2 þá eru sennilega ekki margir sem vita að fyrir meira en 25 árum þá var ég í fréttabransanum einmitt hjá Stöð 2. Talandi um að hafa komið víða við. Þessa mynd fékk ég senda í dag frá góðum vini sem fann þetta í kassa eftir allan þennan tíma — er með fortíðarþrá.“

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Stressandi tími

Í samtali við DV segir Guðmundur Ingi að þetta hafi verið skemmtilegur tími en stressandi: „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu. Ég þurfti að hafa kveikt á þessu allan sólarhringinn og maður vaknaði ef eitthvað var um að vera og rauk út. Þá fór tæki slökkviliðisins oft í gang á nóttunni vegna smá atvika og oft dregið til baka en ég þurfti alltaf að rjúka út. Það má segja að maður hafi lítið sofið á þeim tíma.“

Aðspurður segir Guðmundur Ingi að hans hlutverk hafi ekki verið að skrifa eða flytja fréttir heldur afla upplýsinga. „Nei, ég var ekkert í því. Ég vann bara náið með útsendingarstjóra sem kallaði svo til fréttamenn eftir þörfum. Ef ég man rétt var Elín Hirst fréttastjóri og Hermann Hermannsson sjónvarpsstjóri.“

Þannig að þitt hlutverk var að afla upplýsinga? „Upplýsingar og taka myndir einnig fyrir fréttirnar. Vera á staðnum ef fréttamenn þurftu upplýsingar. Þannig að ég var með upptökugræjur alltaf með mér.“

Guðmundur Ingi segir ennfremur: „Þetta var ekki starf sem venjulegur maður getur unnið við lengi. Þó veit ég um nokkra sem voru mjög lengi í þessu á öðrum miðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dánarorsök Betty White opinberuð

Dánarorsök Betty White opinberuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Miður sín eftir bikinívaxið – „Langaði bara að skríða ofan í holu og deyja“

Miður sín eftir bikinívaxið – „Langaði bara að skríða ofan í holu og deyja“