fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Segir að BDSM með Dominic Purcell „hefði breytt öllu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. október 2021 22:30

Dominic Purcell og AnnaLynne McCord. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan AnnaLynne McCord, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 90210, segir að samband sitt með leikaranum Dominic Purcell, 51 árs, hefði hjálpað henni að vinna úr áföllum.

AnnaLynne, 34 ára, hefur áður opnað sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir þegar hún var nítján ára og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir sem barn.

Leikkonan opnaði sig fyrst um sögu sína árið 2014 og opnar sig nú enn frekar um hvað hafi hjálpað henni í hreinskilnu viðtali á vef Giddy.

„Nokkrum árum seinna var ég að glíma við alvarleg kvíðaköst og fór í meðferð við áfallastreituröskun. Ég byrjaði að stunda BDSM því ég fann ekki fyrir neinu,“ sagði AnnaLynne.

Aðspurð hverjum hefði tekist að ná til hennar: „Mjög sterkur og kjaftfor maður. Dominic Purcell. Þú þekkir hann kannski úr Prison Break?“ Sagði hún.

„Það tók stóran, sterkan og reiðan Ástrala að ná til mín. Ég hafði orðið fyrir svo miklu kynferðisofbeldi svo ung að líkami minn ákvað að „þetta er ekki öruggt.“ Þannig ég fann ekki fyrir neinu, ég var alveg dofin,“ sagði hún.

„En við Dom, við áttum þetta samband. Já, Dom var minn „dom“. Það eru margar ástæður fyrir því að hann verður alltaf „manneskjan mín“. Hann er heima hjá mér núna, við erum ekki saman en við erum fjölskylda.“

AnnaLynne sagði að „Dom skapaði rými fyrir mig, en hann lét líka í sér heyra. Hann hlustaði ekki á neitt kjaftæði og þess vegna treysti ég honum. Ég treysti ekki neinum með karlmannlega orku, ég treysti engum karlmönnum. Ég hugsaði: „Ég ætla að gera allt sem ég get gert til að stuða þig og ef þú gefst upp, þá get ég ekki treyst þér.“ En hann breytti öllu.“

AnnaLynne sagði að tenging þeirra hefði verið sterk. „Við áttum eldfimt kynlíf,“ sagði hún.

Parið byrjaði fyrst saman árið 2011, hættu saman árið 2014. Þau byrjuðu síðan aftur saman ári seinna en hættu aftur saman 2018. Í fyrra var orðrómur að þau væru búin að taka saman á ný en samkvæmt AnnaLynne eru þau bara vinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“