fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

„Kærastan vill taka nektarmyndir af mér en ég óttast að hún ætli að nota þær gegn mér“

Fókus
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hann hefur verið með kærustu sinni í ár. Nýlega fór hún að óska eftir því að taka djarfar nektarmyndir af honum.

„Við vorum að fara að stunda kynlíf þegar hún náði allt í einu í símann sinn og ætlaði að taka myndir af mér,“ segir maðurinn sem er 31 árs. Kærastan er 28 ára.

„Kynlífið okkar var frábært. Hún var til í allt og ég líka, en ekki lengur. Þetta kvöld spurði hún mig hvort ég væri til í að prófa eitthvað nýtt. Við vorum að stunda kynlíf á hverju kvöldi svo ég játaði og hélt kannski að hún hefði keypt kynþokkafull nærföt. Ég var mjög til í tuskið, sem sást greinilega. En svo tók hún upp símann og vildi taka myndir, en mér leið mjög óþægilega. Hún sagði að myndirnar væru aðeins fyrir hana, að öll pör gera þetta og ég ætti að hætta að vera svona mikil tepra. En ég sagði samt nei. Mig langaði ekki að gera þetta. Hún yppti öxlum og sagði að það væri í lagi.

Hún hefur beðið mig um þetta nokkrum sinnum síðan þá, og ég segi alltaf nei. Síðasta laugardag var ég til í tuskið og hún var með „hausverk“. Ég hef aldrei vitað til þess að hún fengi hausverki. Ég held að þetta snúist frekar um að ég vil ekki vera myndaður.“

Maðurinn segist hafa spurt nokkra vini sína um ráð og einn þeirra sagði honum vera ákveðinn og harðneita. Annar sagði honum: „Þú hefur ekki lifað þar til þú hefur gert eigin klámmynd.“

Maðurinn er ráðalaus og segist nú efast um heiðarleika kærustu sinnar.

„Hún heldur áfram að spyrja mig, hvað er hún eiginlega að reyna? Eru myndirnar til þess að kúga mig seinna?“

Deidre gefur ráð

Deidre gefur manninum ráð og segist efast um að það sé það sem kærasta hans sé að hugsa.

„Hún vill kannski eiga myndirnar fyrir sig og sína ánægju, en um leið og mynd er tekin þá er aldrei að vita hvar hún endar,“ segir hún.

„Þér líður kannski eins og þú þekkir hana frekar vel eftir eitt ár, en ef þú óttast um að hún ætli að nota myndirnar gegn þér þá er gott hjá þér að vera varkár […] Þetta er bara ekki þess virði.“

Deidre deilir síðan þumalputtareglu sinni með manninum. „Leyfðu aðeins myndatökur þar sem þú myndir vera ánægður með að sýna foreldrum þínum afraksturinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu