fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Þessi unnu íslensku bókmenntaverðlaunin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 20:41

Frá athöfninni á Bessastöðum. Höfundarnir hampa verðlaunagripum sínum. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í kvöld. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun í þremur flokkum bókmennta, í flokki fræðirita og almenns efnis, í flokki barna- og ungmennabókmennta og í flokki skáldverka.

Verðlaunin fyrir besta skáldverk ársins hlýtur Elísabet Jökulsdóttir fyrir bókina Aprílsólarkuldi: (Eitthvað alveg sérstakt): Frásögn um ást og geðveiki og huggun. Útgefandi er JPV útgáfa.

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hlutu verðlaunin í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bókina Blokkin á heimsenda. Útgefandi er Mál og menning.

Sumarliði R. Ísleifsson hreppti síðan fræðibókaverðlaunin fyrir verk sitt, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár. Útgefandi: Sögufélag.

DV óskar höfundunum og útgefendum þeirra innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“