fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Kourtney Kardashian nælir sér í heimsfrægan trommara

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. janúar 2021 11:18

Kourtney Kardashian og Travis Barker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kourtney Kardashian og Travis Barker eru nýjasta stjörnupar Hollywood samkvæmt heimildum E! News.

Kourtney Kardashian er raunveruleikastjarna, móðir og eigandi lífsstílsvefsins Poosh. Travis Barker er trommarinn í hljómsveitinni frægu Blink 182.

Kourtney og Travis hafa verið vinir um langt skeið, og fyrstu sögusagnir um samband þeirra komu fyrst í mars 2019. Þá gekk sá orðrómur að þau væru að stinga saman nefjum en ekkert meira varð úr því. Nú eru þau saman, samkvæmt heimildarmanni E! News.

Parið hefur verið saman síðan í desember 2020 og byggir á sterkum grunni vináttu.

„Þau ná mjög vel saman,“ segir heimildarmaður náinn stjörnunni. „Þau hafa verið nágrannar og góðir vinir í mörg ár, þetta varð nýlega bara að einhverju meira.“

Heimildarmaðurinn segir að Travis hefur alltaf verið skotinn í Kourtney og að þau eigi margt sameiginlegt. „Kourtney hefur alltaf verið hrifin af því hvernig faðir Travis er, hann er frábær pabbi og Kourtney elskar það við hann.“

Parið sást nýlega saman í Palm Springs. En hvorugt þeirra hefur staðfest ástarfregnirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri