fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 10:46

Hildur Lilliendahl og Sunneva Einars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, tjáði sig um klæðnað áhrifavaldsins Sunnevu Einarsdóttur á Twitter á mánudag. Tístið hefur farið misvel í netverja og bendir einn netverji á að það sé ekki beint í anda femínisma að gera lítið úr klæðaburði annarrar konu. DV heyrði í Sunnevu sem vildi ekki tjá sig frekar um málið en Hildur svaraði ekki fyrirspurn blaðamanns.

Hildur birti skjáskot úr Vikunni á Instagram, vinsælum DV-lið sem birtist alla mánudagsmorgna, og sjá má Instagram-mynd Sunnevu frá síðastliðinni helgi.

Á myndinni er Sunneva í töff rúllukraga-magabol og svörtum gallabuxum. Hildi þótti klæðnaðurinn eitthvað of lítill fyrir sinn smekk og skrifaði með skjáskotinu: „Sunneva. Það er JANÚAR. Viltu klæða þig, barn.“

Skjáskot/Twitter

Hringbraut vakti athygli á málinu í gær og segir að myndin sé frá vinkonu-brunch sem Sunneva fór í ásamt vinkonum á Apótekinu.

Ekki í anda femínisma

Tíst Hildar fór misvel í netverja. Sumir tóku þátt í gríninu á meðan aðrir tóku upp hanskan fyrir Sunnevu og sögðu hana mega klæða sig alveg eins og hún vill.

„Hún er inni – þar fyrir utan má hún klæða sig eins og hún vill. Svo er hún fullorðin kona, ekki barn,“ segir ein kona og Hildur svarar.

„Auðvitað má hún það. Mér varð bara kalt við að sjá myndina.“

Ein kona veltir því fyrir sér hvort þetta sé í anda femínisma. „Hélt reyndar líka að [femínistar] væru almennt ekki hlynntir því að gera grín af eða hafa skoðanir á hversu mikið eða lítið af fötum aðrar konur ákveða að setja á líkama sinn,“ segir hún.

Hildur svarar og heldur því fram að um grín, á eigin kostnað, sé að ræða.

„Ég nenni ekki að útskýra þennan brandara aftur en hann var á minn eigin kostnað, ekki hennar. Ef ég hefði í alvöru ætlað (eða hefði áhuga á) að gera grín að klæðaburði hennar hefði ég sannarlega orðað það öðruvísi.“

Konan svarar Hildi þá aftur og segist ekkert botna í tístinu, þrátt fyrir að lesa það aftur. Hildur útskýrir þá nánar: „Ég er exclusively að gera grín að því hvað ég er orðin ógeðslega miðaldra fyrir fertugt. Mér líður eins og ég sé amma mín.“

Sunneva skaut aðeins á tístið í Instagram Story í gær. Hún birti mynd af sér í hvítri skyrtu og vesti og skrifaði: „Ath. engum var kalt við gerð myndarinnar. Þrátt fyrir janúar.“

Eins og fyrr segir vildi Sunneva ekki tjá sig frekar um málið og Hildur Lilliendahl svaraði ekki spurningum blaðamanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“