fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fókus

Þetta er ástæðan fyrir því að Emmsjé Gauti eyddi öllum af Instagraminu sínu

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 2. janúar 2021 18:30

Emmsjé Gauti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn ástsæli Emmsjé Gauti greindi frá því í dag að hann væri búinn að „unfollowa“ nokkurn veginn alla Instagram-aðganga sem hann fylgdi áður. Þetta kom fram á hans eigin Instagram-aðgangi í dag.

Emmsjé Gauti er nú með um það bil 20 þúsund fylgendur, en fylgir sjálfur einungis sjö. Þessir sjö aðgangar sem hann fylgir eru í nafni vörumerkja og fyrirtækja sem hann tengist á einn eða annan hátt.

Hann útskýrði hvers vegna hann hefði „unfollowað“ alla aðganganna, en hann segist lengi hafa ætlað að gera eitthvað í samfélagmiðlanotkun sinni. Hann skrolli um netið klukkutímum saman og finnist sniðugt að gera þetta bæði fyrir sjálfan sig og börnin sín.

Gauti segist þó ætla að halda áfram að nota aðganginn, en nú verði hann frekar notaður til að einblína á tónlistina.

Yfirlýsing Emmsjé Gauta var eftirfarandi.

„Ég hef lengi lofað sjálfum mér að taka til í social media málum. Ég er að bösta sjálfan mig aftur og aftur við það að eyða heilu klukkutímunum í að skrolla niður í tómið. Mig langar að eyða minni tíma símanum, bæði fyrir mig og til að setja gott fordæmi fyrir börnin mín. Ég ætla að gera það í skrefum, það skilar alltaf mestum árangri. Ég unfollowaði alla hér á instagram en mun nota accountinn til að fókusa meira á músíkina og með því“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“