fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Alda Karen og Silja gefa ráð um áramótaheit – „Stærsti vandinn að setja markið of hátt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 10:00

Mynd/Eyþór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda Karen og Silja Björk setja sér ekki sérstök áramótaheit, heldur fara inn í árið með skýran ásetning og gildi til að lifa eftir. Þær segja að þú getir verið meistaraverk og unnið í þér á sama tíma.

Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir eru höfundar Lífsbiblíunnar. Lífsbiblían er hvatningarbók fyrir þau sem vilja komast lengra, hraðar. Alda Karen er þekktur fyrirlesari og er Lífsbiblían byggð á vinsælum LIFE Masterclass-fyrirlestrum hennar. Við heyrðum í Öldu Karen og Silju Björk og fengum þær til að gefa okkur góð ráð þegar kemur að markmiðasetningu og áramótaheitum.

Líta yfir farinn veg

Hvorki Alda Karen né Silja Björk strengja sérstök áramótaheit. „Ég er með ákveðin gildi sem ég lifi eftir og reyni að gera það eftir bestu getu,“ segir Alda Karen og heldur áfram:

„Svo á ég mér drauma sem ég stefni að en þeir eru stórir og viðamiklir svo varla er hægt að kalla þá markmið þannig að þeir eru meira eins og viðmið um hvernig ég vil að lífið mitt sé. Á hverju gamlárskvöldi eða í byrjun janúar fer ég yfir gildin mín og hvort ég sé að fylgja þeim eftir.“

Silja Björk tekur í sama streng og segir að það séu komin nokkur ár síðan hún hætti að strengja áramótaheit.

„Ég vil frekar nota áramót til að líta yfir farinn veg, skrifa niður hvað ég lærði á árinu sem er að líða og hvernig ég get tekið það með mér í nýja árið. Fyrsta skrefið til árangurs finnst mér að sýna því þakklæti sem á undan er gengið, bæði því góða og slæma vegna þess að það felst lærdómur í öllu. Svo eiga áramót að vera skemmtileg og loforðin eftir því – ég lofa að fara oftar út að borða, mig langar að kaupa mér nýja skó, eða eitthvað létt og auðvelt, í stað þess að setja of mikla pressu á sig. Eins og 2020 kenndi okkur þá er ekkert skrifað í stein.“

Mynd/Eyþór Jónsson

Markmið sett og hvað svo?

Alda Karen segir lykilinn felast í því að setja sér raunhæf markmið og mæta sjálfri sér á miðri leið.

„Þegar þú setur þér óraunhæf markmið og reynir að tileinka þér lífsvenjur sem henta ekki persónuleika þínum þá ertu að taka stefnuna að mistökum (e. setting yourself up for failure). Þegar ég er að reyna að venja mig á nýjar lífsvenjur þá tek ég örlítil hænuskref í einu,“ segir hún og útskýrir nánar.

„Ég tek bara tvær mínútur í einu þegar kemur að hreyfingu. Þegar heilinn segist ekki nenna að hreyfa sig í dag þá geri ég samning við hann um að hreyfa mig bara í tvær mínútur og svo get ég hætt. Það er miklu auðveldara að byrja þannig, svo enda ég alltaf á að hreyfa mig lengur en í tvær mínútur. En ég skuldbind mig aðeins í tvær mínútur, það er betra en ekkert.“

Silja Björk er sammála Öldu Karen og undirstrikar mikilvægi þess að setja markmið út frá eigin persónuleika.

„Ekki hugsa um hvað allir aðrir eru að gera heldur horfðu á sjálfa þig og líf þitt og hugsaðu um hvernig þú getur gert litlar breytingar strax í dag í átt að stærri lífsstílsbreytingu.“

Algengustu mistökin

Aðspurðar hver algengustu mistökin séu sem fólk gerir þegar það strengir áramótaheit eða setur sér markmið segir Alda Karen:

„Ég held að það sé að nota mælikvarða samfélagsins og reyna alltaf að vera „besta útgáfan“ af sjálfri sér. Ef þú ert sífellt að reyna að vera „besta útgáfan“ af þér þá getur það viðhaldið lágu sjálfsmati. Þá ertu að keppa við eitthvað svo stórt og kannski óaðgengilegt á þeim tíma. Það er betra að mæta sér þar sem maður er. Lífið er alltaf í flæði, stundum er flóð og stundum er fjara.“

Alda Karen segir að það sé í lagi að breyta til, ef þú nennir ekki út að hlaupa, farðu í stuttan göngutúr eða taktu teygjur á jógadýnunni.

„Svo er endurtekning lykillinn þegar kemur að öllum nýjum venjum. Bara að klæða sig í útiföt alla morgna, þó að þú farir ekki út, vegur mikið líka. Þetta er allt spurning um að þjálfa heilann í nýja venju.“

Silja Björk vitnar í Lífsbiblíuna. „Eitt það fallegasta sem við skrifuðum í bókina er einmitt þetta, þú mátt vera meistaraverk og í vinnslu á sama tíma,“ segir hún og heldur áfram:

„Ég held að stærsti vandinn við markmiðasetningu og að eltast við einhver ósýnileg markmið, sé að setja markið of hátt eða ætla sér að breyta einhverju í samræmi við mælikvarða annarra. Fólk er oft að reyna að breyta sér til að þóknast öðrum eða samfélaginu, í stað þess að þóknast sjálfu sér. Við hlustum of mikið á heilann þegar hann fer að efast og kvíða fyrir hlutunum og látum hann stoppa okkur í að búa til hamingju okkar og lífsgæði.“

Eitt orð fyrir 2021

Hvorki Alda Karen né Silja Björk strengdu áramótaheit, en Alda Karen ákvað að setja eitt orð fyrir 2021 sem er „góðmennska“.

„Var það ekki einhver sem sagði að við breytum heiminum með einu litlu góðverki í einu?“ spyr Alda Karen.

Silju Björk fannst of mikil pressa að strengja áramótaheit svo hún setti sér ásetning fyrir árið, sem er að sýna meiri þakklæti.

„Mig langar að sýna sjálfri mér, lífinu og því sem ég hef meira þakklæti í stað þess að lifa í þeirri hugsun að mig skorti alltaf eitthvað. Vera þakklát fyrir heilsuna, fjölskylduna, þak yfir höfuðið og vini mína,“ segir Silja Björk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“