fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Jóhanna Helga varð fyrir hrottalegri nauðgun: „Hann segir bara: „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 10:30

Jóhanna Helga. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Helga er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Jóhanna Helga átti erfiða æsku sem var lituð af áföllum. Hún var misnotuð mjög ung, aðeins fjögurra ára gömul. Hún byrjaði í neyslu átján ára gömul. Hún byrjaði í harðari neyslu og var farin að sprauta sig með fíkniefnum. Hún bjó um tíma á götunni og fór nokkrum sinnum í meðferð áður en hún náði að snúa við blaðinu.

Jóhanna Helga fór í meðferð í Svíþjóð. Hún var send úrr meðferðinni í annan bæ og varð þar fyrir hrottalegri nauðgun.

„Það er svona hús í öðrum bæ sem maður er sendur í til að „cool off“. Ég var eins og hvirfilbylur. Var að fokka í fólki og var bara dólgur. Var ekki að virða tilfinningar annarra. Ég var send þangað og þar var ég bara að drekka. Þar lendi ég í þessari nauðgun. Þetta var ógeðslegt, þetta var hrottalegt,“ segir hún.

Jóhanna Helga var þá 22 ára. Hún og önnur stelpa úr meðferðinni fóru á einhvern veitingastað þarna sem var búið að loka.

„Hún fer með einhverjum öðrum karli, hann kaupir handa henni að borða og þegar þau eru farin þá segir [veitingahúseigandinn] bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér.“ […] Ég bara fraus. Mér er nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi á þessum veitingastað,“ segir hún og bætir við að hún hefði verið svo frosin eftir þetta að þegar maðurinn hefði rétt henni peninga eftir nauðgunina hefði hún tekið við þeim.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina