Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj ákvað fyrr á árinu að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður og hefur það gengið ansi vel hjá kappanum. Fyrsta lag hans, sem hét einfaldlega Bassi Maraj, varð fljótt vinsælt meðal ungmenna landsins og fylgdi hann því nýverið eftir með laginu Álit.
Nú hefur þriðja lag Bassa litð dagsins ljós. Um er að ræða lagið PRIDE en það er Hinsegin daga lagið fyrir Gleðigönguna 2021. „Skemmtilegt og fjörugt popplag sem ber boðskap um að vera maður sjálfur og fagna fjölbreytileikanum í hvaða mynd sem hann tekur á sig,“ segir í tilkynningu um útgáfuna.
Lagið er búið til í samstarfi við Martein Hjartason en tónlistarunnendur þekkja hann eflaust undir listamannanafninu BNGR Boy. „Þeir drengirnir hafa verið að vinna mikið í stúdíóinu undanfarnar vikur.“
Hér fyrir neðan má heyra lagið PRIDE með Bassa: