fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Adele sögð vera komin með nýjan kærasta

Fókus
Mánudaginn 19. júlí 2021 07:29

Söngkonan Adele

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fjölmiðlar halda því fram að stórsöngkonan Adele sé komin með nýjan kærasta. Sá heppni á að vera Rich Paul sem er þekktastur fyrir að vera umboðsmaður körfuboltamannsins Lebron James.

Adele og Paul voru mynduð saman á fimmta leik Phoenix Suns og Milwaukee Bucks í úrslitum NBA-deildarinnar og virtist fara afar vel á með þeim, Þess má geta að James sjálfur var einnig á svæðinu.

Adele og Paul fylgdust grannt með leiknum ásamt kónginum James

Adele tilkynnti um skilnað sinn við eiginmanns sinn og barnsföður, Simon Konecki, í apríl 2019 og gekk hann formlega í gegn í mars 2021. Þó að parið hafi skilið virðist fara ágætlega á með þeim því fyrr í mánuðum var tilkynnt um að Adele hefði fjárfest í þriðja einbýlishúsi í Beverly Hills-hverfinu víðfræga í Los Angeles-borg. Kom fram í þeim fréttum að Konecki byggi í einu húsanna.

Adele hefur að eigin sögn verið einhleyp síðan en þó héldu breskir slúðurmiðlar því fram að hún væri að slá sér upp með breska rapparanum Skepta eftir að þau sáust saman á útsölumarkaði í Kaliforníu-ríki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina