fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fókus

Adele sögð vera komin með nýjan kærasta

Fókus
Mánudaginn 19. júlí 2021 07:29

Söngkonan Adele

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fjölmiðlar halda því fram að stórsöngkonan Adele sé komin með nýjan kærasta. Sá heppni á að vera Rich Paul sem er þekktastur fyrir að vera umboðsmaður körfuboltamannsins Lebron James.

Adele og Paul voru mynduð saman á fimmta leik Phoenix Suns og Milwaukee Bucks í úrslitum NBA-deildarinnar og virtist fara afar vel á með þeim, Þess má geta að James sjálfur var einnig á svæðinu.

Adele og Paul fylgdust grannt með leiknum ásamt kónginum James

Adele tilkynnti um skilnað sinn við eiginmanns sinn og barnsföður, Simon Konecki, í apríl 2019 og gekk hann formlega í gegn í mars 2021. Þó að parið hafi skilið virðist fara ágætlega á með þeim því fyrr í mánuðum var tilkynnt um að Adele hefði fjárfest í þriðja einbýlishúsi í Beverly Hills-hverfinu víðfræga í Los Angeles-borg. Kom fram í þeim fréttum að Konecki byggi í einu húsanna.

Adele hefur að eigin sögn verið einhleyp síðan en þó héldu breskir slúðurmiðlar því fram að hún væri að slá sér upp með breska rapparanum Skepta eftir að þau sáust saman á útsölumarkaði í Kaliforníu-ríki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngkonan gengst undir blóðvökvameðferð eftir að tennurnar duttu úr henni á tónleikum

Söngkonan gengst undir blóðvökvameðferð eftir að tennurnar duttu úr henni á tónleikum
Fókus
Í gær

Brooklyn og Nicola eiga eina myndbandið af „óviðeigandi dansi“ Victoriu

Brooklyn og Nicola eiga eina myndbandið af „óviðeigandi dansi“ Victoriu
Fókus
Fyrir 4 dögum

NBA stjarna í miklum vandræðum

NBA stjarna í miklum vandræðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingólfur situr af sér langa dóma og semur tónlist í fangelsinu – „Fólk er ekki mistök sín“

Ingólfur situr af sér langa dóma og semur tónlist í fangelsinu – „Fólk er ekki mistök sín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Home Alone-stjarna missir vinnuna vegna vændiskaupa

Home Alone-stjarna missir vinnuna vegna vændiskaupa