Sundfatastjarnan Karina Irby er áhrifavaldur sem selur bikiní sem hún hannar sjálf. Karina er afar vinsæl á Instagram en hún er með um 1,2 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum. Þar sem Karina er sundfatahönnuður birtir hún reglulega myndir af sér í sundfötum. Nýlega birti hún mynd af sér sem vakti afar mikla athygli en á þeirri mynd sýnir hún raunveruleikann á bakvið glansmyndirnar sem hún birtir venjulega á Instagram. Karina hefur undanfarið birt þó nokkuð af svipuðum myndum.
Myndin sem um ræðir sýnir Karinu sitjandi í bikiníi en hún birti myndina til að vekja athygli á jákvæðri líkamsímynd. „LÍKAR ÞÉR EKKI VIÐ ÞETTA? MÉR ER SAMA,“ skrifar Karina, sem er 31 árs gömul, með myndinni. „Getum við normalíserað það að vera venjuleg?“ spyr hún svo og fær haug af jákvæðum viðbrögðum.
View this post on Instagram
„Fyrir 6 mánuðum hefði ég verið alltof meðvituð um sjálfa mig til að birta svona mynd af maganum mínum. En þökk sé allri ástinni og stuðningnum frá ykkur líður mér svo vel og ég tvíeflist við að birta mynd eins og þessa!“
Karina talar svo um ljótar athugasemdir sem hún fær á samfélagsmiðlinum. „Gangi ykkur vel að brjóta niður þetta virki,“ segir hún við ljótu athugasemdunum. „Munið að við stjórnum því sjálf hvernig Instagram lýtur út. Það að birta svona skemmtilegar myndir reglulega hjálpar ekki bara fólki heldur lætur það manni líka líða vel. VERTU MANNESKJAN SEM ÞÚ VILT SJÁ Á SAMFÉLAGSMIÐLUM.“
View this post on Instagram