fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Jennifer Aniston opnar sig um samband hennar og Brad Pitt í dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 09:05

Jennifer Aniston og Brad Pitt. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn rúmlega áratugur síðan Jennifer Aniston og Brad Pitt hættu saman. Þau voru gift í tæplega fimm ár og skildu árið 2005. Leikkonan greindi nýverið frá hver staðan á sambandi þeirra sé.

Fyrir ári síðan fór internetið nánast á hliðina þegar Jennifer og Brad komu saman í þættinum Dane Cook Presents Feelin‘ A-Live: A Virtual Table Read Of Fast Times at Ridgemont High.

Það má líka ekki gleyma því þegar leikararnir voru verðlaunaðir á SAG-verðlaunahátíðinni í janúar 2020 og hittust óvænt baksviðs og óskuðu hvort öðru til hamingju. Myndir af þeim fóru eins og eldur í sinu um netheima.

Vinirnir á SAG-verðlaunahátíðinni. Mynd/Getty

Jennifer var á dögunum í útvarpsþættinum The Howard Stern Show og spurði Howard hvort þessi óvænti endurfundur þeirra baksviðs á hátíðinni hefði verið vandræðalegur.

„Nei! Þetta var ótrúlega gaman. Þú veist, við Brad erum félagar. Við erum vinir og tölum alveg saman,“ sagði hún.

„Þetta var alls ekki skrýtið nema fyrir utan hversu margir horfðu örugglega á þetta og vildu að þetta væri eitthvað skrýtið.“

Jennifer sagðist meðvituð um þennan gríðarlega áhuga sem aðdáendur hennar hafa á ástamálum hennar, sem hún reynir eftir fremsta megni að halda utan sviðsljóssins.

Howard reyndi þó að fá einhverjar upplýsingar frá Jennifer og spurði hvort það væri einhver karlmaður í hennar lífi. Jennifer og fyrrverandi eiginmaður hennar Justin Theroux skildu árið 2018.

„Ég hef ekki [fundið ástina]. Það hefur ekkert gengið neitt rosalega vel hingað til en auðvitað er ég opin fyrir því,“ sagði hún.

Hún lýsti eiginleikunum sem hún leitar að í karlmönnum. „Góðmennska, skemmtilegur, örlátur og gott skopskyn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur