fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sunneva var með börnin í fanginu á meðan hann lét höggin dynja á henni – Móðir ofbeldismannsins horfði á

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. júní 2021 12:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunneva Líf Blomsterberg segir hetjulega sögu sína í nýjasta hlaðvarpsþætti Eigin Kvenna. Hún var í hrottalegu ofbeldissambandi í nokkur ár. „Þetta var í kringum tvö til þrjú ár. Þetta var ekki langur tími en sagan er stór,“ segir Sunneva við Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur, þáttastjórnendur Eigin Kvenna.

Sunneva var um 18-19 ára þegar hún kynntist manninum, hann tveimur árum eldri. Hún segir að sambandið hafi verið gott til að byrja með. Maðurinn var nýstiginn úr fangelsi þegar þau kynntust og var Sunneva, eins og hún segir sjálf, „smá rebel“ á þessum tíma og þótti hann töff og spennandi.

Maðurinn fór aftur í fangelsi og jukust þá tök hans á henni. „Ég bjó hjá mömmu og pabba, ég mátti ekki búa í minni eigin íbúð, ég mátti ekki vinna, mátti ekki fara í skóla eða ræktina,“ segir Sunneva. „Og ég gerði það ekki.“

„Þú ert alltaf að halda í einhverja von um einhverja ást en á síma hafði hann svo oft hótað: „Þú veist ég get látið þennan keyra framhjá húsinu þínu“ eða „þessi getur gert þetta“ og þá var hann iðulega að tala um einhverja glæpamenn sem eru þekktir í samfélaginu, af því hann var glæpamaður sjálfur,“ segir Sunneva Líf.

Ofbeldi á fæðingardeildinni

Sunneva rifjar upp hræðilegt atvik þegar fyrrverandi kærasti hennar sá skilaboð sem hún fékk frá öðrum strák sem vildi bjóða henni í bíó. Við tók óhugnanleg atburðarás sem endaði á því að hann nauðgaði henni í endaþarm og munn og tók það upp á myndband.

Sunneva varð ólétt af tvíburastelpum og segir að hún hefði aldrei verið jafn hrædd og þegar hún var nýbúin að eignast dætur sínar. „Það gekk vel þarna í, hvað ég held við höfum verið á fæðingardeildinni í tvo daga, en svo fékk hann eitthvað kast af því að hann sá skilaboð í símanum mínum að æskuvinur minni hafði óskað mér til hamingju með börnin og það small eitthvað inn í honum. Þarna rústaði hann herberginu [á fæðingardeildinni]. Það voru 2-3 dagar síðan ég fór í keisara. Ég man ég var með eina þeirra á öxlinni og eina í vöggunni sem þú getur keyrt, þarna var ég fyrst sturlaðslega hrædd því þarna var ég komin með börn og hann var ekkert minna reiður í kringum börnin en áður,“ segir hún.

„Hann braut símann minn og tölvuna mína og hrinti öllu um koll. Ætlaði að drepa mig, brjóta í mér tanngarðinn og nefið og allt þetta. Og ég hljóp fram [með börnin], það heyrðust örugglega læti fram.“

Fæðingardeildinni var læst í kjölfarið, öryggisvörður við dyrnar og honum meinaður aðgangur. Sunneva segir að hún hefði fundið fyrir mikilli skömm í kringum hina foreldrana.

Það var ekki hringt á lögreglu en Sunneva var spurð hvað hún vildi gera og hún vildi ekki að lögregla yrði kölluð til. Núna segir hún að hún hefði viljað að lögregla yrði kölluð á staðinn samt sem áður, enda ekki hægt að biðja þolanda um að taka þessa ákvörðun.

Mamma hans horfði á

Sunneva segir að alvarlegasta ofbeldið hefði átt sér stað stuttu eftir fæðingu dætranna. Stelpurnar voru mjög litlar á þeim tíma, undir tvö kíló og hann var að ganga berserksgang um heimilið og hóta henni öllu illu. „Ég hélt á börnunum. Þetta var í eina skiptið sem ég sló hann til baka því það klikkaði eitthvað inn í mér. Þær voru svo litlar […] Hann var svo reiður. Hann tók í hárið á mér og dró mig fram og skellti mér í gólfið. Eina sem ég hugsaði var að halda í börnin,“ segir Sunneva.

„Ég hrjúfraði mig að börnunum og mér var alveg sama um að hann væri að meiða mig. Eina sem ég hugsaði [var að passa þær]. Ég man alltaf að hann sagði: „Leggðu börnin frá þér ef þú vilt ekki að ég meiði þær líka.“ Ég man það. Og ég öskraði á hjálp, reyndi að öskra á hjálp. Mamma hans var þarna. Ég reyndi að biðja mömmu hans um að hringja á lögregluna en hún vildi það ekki. En mamma hans tók börnin svo í fangið [á meðan hann hélt áfram]. Ég gat ekkert gert […] Hann sat klofvega ofan á mér og sló mig endalaust í andlitið og hrækti á mig. Og ég hugsaði: „Ég fæ ekki að lifa lengur.“ Ég hélt að ég myndi deyja þarna. Það er bara þannig.“

Horfðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“