fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Annie Mist opnar sig  – „Ég ætlaði ekki að deila þessu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 10:30

Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir opnar sig um fæðingarþunglyndi í einlægri færslu á Instagram. Yfir 83 þúsund manns hafa líkað við færsluna og byrjar Annie Mist á því að segja að hún ætlaði ekki að deila upplifun sinni en fann sig knúna til þess eftir að hafa heyrt um aðrar konur sem eru að kljást við það sama.

„Sama hvað gerist í lífi okkar þá erum við aldrei ein. Ég ætlaði ekki að deila þessu en því oftar sem ég heyri um aðrar konur sem eru að kljást við það sama, og tala ekki um það í mörg ár eða skammast sín fyrir tilfinningar sínar, þá finnst mér enn mikilvægara að deila minni sögu,“ segir Annie Mist.

„Eftir að ég átti Freyju [dóttur mína], þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir. Eftir að adrenalínið var búið og stjórnlausi tilfinningarússíbaninn stoppaði, þá virtist líf mitt litlausara en venjulega hvenær sem Freyja var ekki í fangi mínu. Já, hamingjusama, brosmilda, hressa og orkumikla Annie Mist sem elskar alltaf lífið, var komin með fæðingarþunglyndi. Þegar ég horfði í spegilinn þá þekkti ég ekki það sem ég sá. Kannski kannist þið við það sem ég er að tala um,“ segir hún.

„Á meðan ég var ólétt þá elskaði ég bumbuna mína því eitthvað var að vaxa inni í mér. Ég var stolt af bumbunni og gat ekki beðið eftir að hitta dóttur mína. En núna var þessi bumba þarna af engri ástæðu. Hún var bara tóm. Ég hafði eytt allri minni ævi að verða sterkari, koma mér í form og verða tilbúin í hvaða líkamlegu áskorun sem ég gat hugsað mér. Ég bjóst við að fæðing yrði bara önnur æfing eða áskorun sem líkami minn myndi takast á við, en svo var ekki. Líkami minn brást mér.“

Þú getur lesið alla frásögn Annie Mistar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Í gær

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Í gær

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti