fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:00

Manuela Ósk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og fyrrverandi fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir kann svo sannarlega að halda partý. Hún hélt heljarinnar veislu fyrir dóttur sína, Elmu Rós, sem varð ellefu ára þann 28. apríl.

Það var Gucci-partý á afmælisdaginn og svo bekkjarpartý á föstudeginum sem endaði í eftirpartýi. Það sem sló allra helst í gegn hjá afmælisbarninu var leynigesturinn; raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj.

„Ég elska afmæli, mér finnst afmæli geggjuð. Ég er ekkert brjálæðislega spennt fyrir mínu afmæli en elska að halda afmæli fyrir mína nánustu. Mér finnst geggjað að geta gert daginn þeirra ógleymanlegan,“ segir Manuela í samtali við DV.

Aðsend mynd.

Gucci þema

Aðspurð hvaðan hugmyndin að Gucci þema kæmi segir Manuela að þetta hafi verið ósk afmælisbarnsins. „Þetta er litli unglingurinn sem er að þróast í dóttur minni,“ segir Manuela og hlær.

Manuela ákvað að fara „all out“ þetta árið þar sem Elma Rós fékk enga afmælisveislu í fyrra sökum faraldursins. „Hún var með sterkar skoðanir í ár og vildi hafa Gucci þema og ætli það komi ekki frá TikTok og þessum TikTok-heimi. Ég veit ekki hvaðan annars staðar hún ætti að fá þetta. Ekki er ég í Gucci frá toppi til táar,“ segir hún.

Gucci kaka frá Sætum syndum. Aðsend mynd.
Elma Rós alsæl. Aðsend mynd.

„Ég pantaði kökuna frá Sætum syndum sem mér finnst vera í algjörum sérflokki þegar kemur að kökum. Það skiptir ekki máli, þú kemur með hugmynd og hún verður að veruleika. Ég bað bara um Gucci þema og leyfði þeim að ráða rest og fékk örugglega fallegustu köku sem ég hef séð.“

„Svo fékk ég Rentaparty.is með mér í lið og þeir gerðu blöðrur í Gucci litunum. Allt var mjög „fancy,““ segir Manuela og hlær.

Það var einnig hoppukastali í bakgarðinum og viðurkennir Manuela að hún og Eiður hafi sjálf stolist í hann nokkrum sinnum.

Afmælisbarnið vildi borða á Sport og Grill í Smáralind með fjölskyldunni.

Leynigesturinn Bassi Maraj

Það var svo annað teiti fyrir bekkjarfélagana og ákvað Manuela að hlífa heimilinu og bauð í Lasertag og pítsu.

„Ég hef lært af reynslunni og ákvað að halda bekkjarveisluna ekki heima. Það er heljarinnar mál að fá 20 krakka, maður gerir ekkert annað en að baka allan daginn og svo verður heimilið í rúst. Það þekkja þetta örugglega allir foreldrar. Mjög þægilegt að geta farið í lasertag, ótrúlega gaman hjá krökkunum og svo pítsa og allir heim. Algjör lúxus,“ segir Manuela.

Til að toppa afmælisfögnuðinn fékk Manuela leynigest og hélt hún í augnablik að hún hafi kannski gengið of langt.

„Andlitið á dóttur minni þegar hann labbaði inn. Ég fékk samviskubit í smá stund, bara er hún í sjokki. Henni brá svo. Hann er náttúrulega í hálfgerðri guðatölu á okkar heimili eins og þeir allir í Æði,“ segir Manuela.

Aðsendar myndir.

Óvænt eftirpartý

Rúsínan í pylsuendanum var svo óvænta eftirpartýið. „Þetta eftirpartý sem átti sér síðan stað heima hjá mér úti á palli var alls ekki planað. Það var bara dóttir mín sem var ekki tilbúin að sleppa Bassa og bara bauð honum heim og þá fylgdi krakkaskarinn með,“ segir Manuela.

„Við vorum með karíókígræjur frá Rentaparty.is sem gerðu mikið, sérstaklega þegar Bassi mætti á pallinn. Það voru eiginlega bara einkatónleikar fyrir hverfið.“

Manuela segir að Bassi hafi aldeilis slegið í gegn og sé einstaklega barngóður og skemmtilegur. Veðrið hafi líka verið dásamlegt sem gerði daginn bara betri.

Kostnaður

Manuela er í samstarfi við nokkur fyrirtæki sem komu að veislunni og segir að það hjálpi vissulega við kostnaðinn. „Ég er ótrúlega heppin að það eru þessi frábæru fyrirtæki sem vilja vinna með mér. En það er líka hægt að gera helling fyrir lítið, ég hef gert það áður. En þessi veisla var… þetta var svolítil Gucci veisla, smá lúxus,“ segir hún.

Aðsendar myndir.

Skvísumyndataka

„Elma Rós fær í afmælisgjöf frá okkur að gera upp herbergið hennar. Hún fékk nýjan stól og skrifborð í afmælisgjöf. Nú er hún orðin ellefu og herbergið svolítið í barnalegri kantinum og hún vill breyta því í smá unglingaherbergi. Hana langar að setja myndir á veggina og ég ákvað að senda hana þá í smá svona skvísumyndatöku,“ segir Manuela.

„Ég hef verið að vinna mikið með Arnóri Trausta ljósmyndara í gegnum árin. Hann myndar til dæmis fyrir Miss Universe Iceland.“

Manuela fékk Arnór til að mynda Elmu og förðunarfræðinginn Lilju Gísla til að sjá um förðun og hár.

„Þetta var æðislegt. Henni fannst svo gaman og myndirnar eru æði. Þetta var líka pínu upplifun fyrir hana. Hún er svo mikil stjarna í sér. Þetta var ótrúlega gaman,“ segir Manuela.

Myndir/Arnór Trausti
Myndir/Arnór Trausti
Myndir/Arnór Trausti
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki