fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Stærðfræðispurning slær foreldra út af laginu – Getur þú svarað rétt?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. apríl 2021 08:41

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar klóra sér í höfðinu yfir stærðfræðispurningu úr prófi fyrir nemendur á aldrinum átta til fjórtán ára.

Spurningin er úr sýnishorni fyrir staðlað próf (NAPLAN test) fyrir grunnskólanemendur í Ástralíu. News.au greinir frá.

Nemendur í þriðja, fimmta, sjöunda og níunda bekk taka prófið á hverju ári. Fyrir prófið í ár gerðu kennararnir á bak við netsíðuna Cluey Learning próf fyrir foreldrana til að taka og bera saman við niðurstöður barna sinna.

Það virðist sem svo að foreldrarnir eigi erfiðast með spurningu sex á prófinu, sem er stærðfræðispurning, og spurningu sjö, sem er um greinamerkjasetningu.

Sjáðu spurningarnar hér að neðan og athugaðu hvort að þú getir svarað þeim.

Þú kastar venjulegum sexhliða tening einu sinni. Hverjar eru líkurnar að þú fáir tölu sem er þáttur í 6?

Svarmöguleikar:

A) 1/6

B) 1/3

C) 1/2

D) 2/3

Spurningin á prófinu.

Svarið kemur hér að neðan.

Svarið er D) 2/3

Ástæðan fyrir því er að 1, 2, 3 og 6 eru þættir í 6. Það eru því 4 tölur af 6 sem eru þættir í 6 sem gætu komið upp. 4/6 eða 2/3 eru þá líkurnar á því að þú fáir tölu sem er þáttur í 6.

Eins og sjá má giska margir vitlaust.

Spurning 7

Hina spurninguna máttu sjá hér að neðan, en sú spurning snýr að greinamerkjasetningu.

Svarið er hér að neðan.

Þú getur tekið prófið á vef News.au.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“