fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Jennifer Aniston afhjúpar loks merkingu húðflúrsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 12:39

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Aniston hefur loksins afhjúpað merkingu húðflúrsins, „11 11“, sem hún er með á úlnliðnum. E! News greinir frá.

Í mörg ár hafa aðdáendur stjörnunnar velt því fyrir sér hvað „11 11“ stendur fyrir. Sumar kenningar hafa verið meira áberandi en aðrar, eins og að „11 11“ standi fyrir uppáhalds númerið hennar, eða sé til heiðurs hundanna hennar eða standi jafnvel fyrir afmælisdaginn hennar, 11. febrúar.

Samkvæmt vinkonu hennar, Andreu Benewald, eru þessar kenningar ekki alveg út úr kú.

Vinkonuhúðflúr.

Þann 11. febrúar síðastliðinn deildi vinkona Jennifer, Andrea Benewald, mynd af Jennifer á Instagram og óskaði vinkonu sinni til hamingju með daginn. „Get ekki beðið eftir því að fagna saman! […] 11:11“

Andrea deildi nokkrum myndum af sér og Jennifer og á einni myndinni má sjá að þær stöllur eru báðar með „11 11“ húðflúrað á úlnliðinn.

Í dag á Andrea afmæli og birti Jennifer sömu mynd í Instagram Story.

„Til hamingju með afmælið […] 37 ár og bara það besta eftir,“ skrifar Jennifer.

Vinkonurnar.

Árið 2018 sagði heimildamaður við People að „11 11“ táknaði afmælisdag stjörnunnar og árið sem hundurinn hennar, Norman, dó. Jennifer er með nafnið á Norman húðflúrað á fætinum.

En svo virðist að það sé meira á bak við húðflúrið og það tákni eitthvað tengt vinskapi hennar og Andreu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Andrea Bendewald (@andreabendewald)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki