fbpx
Laugardagur 18.september 2021
Fókus

Dagbjört fyrirgefur sér fyrir að hafa ekki sýnt litlu stelpunni í sér næga ást

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 13:00

Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Dagbjört Rúriks, sem gengur undir listanafninu DIA, var að gefa út tónlistarmyndband við lagið „Séð, heyrð og elskuð“ í dag.

Lagið snýst um að sigrast á eigin djöflum, áföllum, höfnun og því sem hefur skilið eftir ör í gegnum árin.

„Lagið snýst líka um að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa ekki sýnt litlu stelpunni í mér næga ást, viðurkenningu og virðingu. En textinn var samt fyrst og fremst innblásinn vegna reynslu af nákominni manneskju í mínu lífi,“ segir Dagbjört í samtali við DV.

„Það er hægt að túlka þetta á alls konar vegu. Það fer eiginlega bara eftir því hvernig fólk tengir. Lagið snýst líka um að finna sátt í núinu sama hver fortíðin er, sjálfsskoðun og viljann til að gera betur eftir eigin mistök.“

Dagbjört segir að henni finnst mikilvægt að minnast á barnið sem býr innra með okkur og veita því athygli. „Ég trúi því að það sé innra með okkur öllum sama hve fullorðin við verðum,“ segir hún.

„Ég ákvað að gera mjög persónulegt myndband við lagið þar sem þetta er afar persónulegt lag fyrir mér, og myndbandið er því samansafn af brotum úr æskunni og tökum fyrir utan æskuheimilið mitt, grunnskólann sem ég var í, við gönguveg þar sem ég labbaði í skólann og róluvöll rétt hjá honum.“

Dagbjört segir að von hennar með útgáfu lagsins og myndbandsins sé að ná til fólks. „Sama hvort það nái bara til eins aðila eða fleiri, þá vona ég að það minni aðra á að það er hægt að komast í gegnum erfiðleika sem sterkari manneskja. Það þarf ekki aðeins að brjóta mann. Að maður þurfi ekki að vera fullkominn sjálfur, maður lifir og lærir. Þetta lag er líka uppgjör fyrir mig og ég gerði þetta líka fyrir sjálfa mig og listakonuna í mér.“

Álfrún Kolbrúnardóttir sá um myndbandið, Stefán Örn Gunnlaugsson pródúseraði lagið og Sigurdór Guðmundsson masteraði það. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir sá um förðun. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn

Var þetta Kanye West með Kim í gær? Þetta er sannleikurinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tískan á MTV-verðlaunahátíðinni – Megan Fox gerði allt vitlaust í gegnsæjum kjól

Tískan á MTV-verðlaunahátíðinni – Megan Fox gerði allt vitlaust í gegnsæjum kjól