Rapparinn Lil Uzi Vert er einn vinsælasti tónlistarmaður heims og er með tæplega 20 milljón mánaðarlega hlustendur á Spotify. Eins og margir aðrir í tónlistargeiranum erlendis á hann nóg af peningum og ákvað að fara afar sérstaka leið til að eyða þeim.
Hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni í lok janúar að hann hafi keypt bleikan demant sem kostaði hann 24 milljón dollara eða um 3,1 milljarð króna. Einnig segir hann að demanturinn hafi verið það dýr að hann sé búinn að vera að borga hann síðan árið 2017.
I’ve been paying for a natural pink diamond from Elliot for years now . This one Stone cost so much I’ve been paying for it since 2017. That was the first time I saw a real natural pink diamond. ♦️ A lot of M’s in my face 🤫 💰 💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰💰
— Uzi London 🌎☄️💕® (@LILUZIVERT) January 30, 2021
Honum fannst þó ekki nóg að bara eiga demantinn heldur vildi hann að allir gætu séð hann. Hann ákvað því að láta græða hann á ennið sitt. Hann birti myndir af sér á Instagram þar sem demanturinn er fastur á enninu.
Hann segir að ástæðan fyrir því að hann lét setja demantinn á ennið en ekki á hring eða hálsmenn sé sú að ef hann myndi týna demantnum þá myndi fólk gera meira grín að honum en fyrir að láta græða hann á andlitið.