fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Lét græða demant á ennið á sér – Þetta kostaði verkið

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 17:18

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Lil Uzi Vert er einn vinsælasti tónlistarmaður heims og er með tæplega 20 milljón mánaðarlega hlustendur á Spotify. Eins og margir aðrir í tónlistargeiranum erlendis á hann nóg af peningum og ákvað að fara afar sérstaka leið til að eyða þeim.

Hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni í lok janúar að hann hafi keypt bleikan demant sem kostaði hann 24 milljón dollara eða um 3,1 milljarð króna. Einnig segir hann að demanturinn hafi verið það dýr að hann sé búinn að vera að borga hann síðan árið 2017.

Honum fannst þó ekki nóg að bara eiga demantinn heldur vildi hann að allir gætu séð hann. Hann ákvað því að láta græða hann á ennið sitt. Hann birti myndir af sér á Instagram þar sem demanturinn er fastur á enninu.

Lil Uzi Vert
Mynd: Skjáskot

Hann segir að ástæðan fyrir því að hann lét setja demantinn á ennið en ekki á hring eða hálsmenn sé sú að ef hann myndi týna demantnum þá myndi fólk gera meira grín að honum en fyrir að láta græða hann á andlitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima