fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

„Sykurpabbi“ bauð íslenskri íþróttakonu 13 milljónir fyrir 5 daga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 10:10

Snorri Barón og Sara Sigmundsdóttir. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Barón Jónsson umboðsmaður vekur athygli á raunveruleika margra íþróttakvenna í færslu á Instagram. Þar greinir hann frá því að ríkur karlmaður hafi haft samband við hann og óskað eftir því að vera „sykurpabbi“ íþróttakonu sem er skjólstæðingur Snorra. Vísir greindi fyrst frá.

Snorri er umboðsmaður tveggja af okkar skærustu CrossFit-stjarna, Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar. Snorri nefnir þó ekki skjólstæðinginn á nafn í færslunni, en segir að þetta sé kvenmaður í einstaklingsíþrótt sem er tiltölulega ný.

Maðurinn sagðist vera reiðubúinn að borga skjólstæðingi Snorra rúmlega sex milljónir króna fyrir helgi eða þrettán milljónir króna fyrir fimm daga. Hann myndi sjá um að borga allan ferðakostnað, til og frá annað hvort New York eða Los Angeles.

„Þetta yrði eins og sykurpabba/stelpu samkomulag. Gæti verið á mánaðarfresti,“ segir maðurinn í tölvupósti sínum til Snorra.

Maðurinn sagðist hafa séð konuna á Instagram og þótt hún glæsileg. „Ég er 44 ára, einfaldur og rólegur. Mjög vel settur. Gæti verið leið til að þéna vel og þetta telst varla vera vinna.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)

Snorri segir að til að byrja með hafi hann og skjólstæðingur hans hlegið að tilboðinu. „En þegar ég sast niður og fór að hugsa meira um þetta, þá fauk í mig,“ segir hann.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé svona skilaboð, en þessi höfðu öðruvísi áhrif. Kannski því þetta er maður á sama aldri og ég, en aðallega vegna þess að þetta er frá einhverjum sem er ríkur og heldur að það gefi honum rétt á að gefa skít í alla vinnuna og fórnirnar sem þessar stelpur hafa gert og ætlast til að þær sjái þetta sem „win/win“ samkomulag,“ segir hann.

Snorri segir að þetta geri hann alveg vitlausan en þetta muni ekki breytast nema við gerum eitthvað í málinu. „Er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina