fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fókus

„Ég neita að fela andlit mitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 14:44

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leidy Ardila er frá Kólumbíu og þjáist af fibrous dysplasia, sem er mjög sjaldgæfur en góðkynja æxlisvöxtur í beini sem einkennist af útvíkkun beinsins vegna bandavefsvaxtar í merghol þess.

Leidy kemur fram í nýjum þætti frá Truly, sem hefur fengið um 800 þúsund áhorf þegar greinin er skrifuð.

Leidy fæddist ekki með sjúkdóminn, heldur þróaðist hann eftir hjartaaðgerð sem hún gekkst undir sem barn. Henni var gefið of mikið af sterum sem hún segir hafa orsakað sjúkdóminn. Læknar vöruðu móður hennar við að Leidy myndi ekki geta gengið og það væri ólíklegt að hún myndi lifa lengur en til tólf ára aldurs.

En Leidy hefur svo sannarlega sýnt að læknarnir höfðu rangt fyrir sér. Í dag er hún 29 ára og vinnur sem grafískur hönnuður. Hún notar samfélagsmiðla til að breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar og neitar að fela andlit sitt.

Hún segir það þó hafa verið erfitt að sætta sig við útlit sitt, sérstaklega þar sem fólk starir á hana á götu úti og stundum svo mikið að henni líður óþægilega. „Það tók mig langan tíma að læra að elska mig sjálfa, en ég geri það í dag,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“