fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“

Fókus
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Maðurinn er nýlega kominn úr langtímasambandi og segir að síðasta ár hafi ekki verið beint það besta til að koma aftur á markaðinn og kynnast einhverri nýrri.

„Ég varð mjög einmana og er með mikla kynhvöt. Ég varð bara að gera eitthvað og þannig endaði ég með því að byrja að borga fyrir kynlíf,“ segir maðurinn.

„Ég er 34 ára og hugsa um útlit mitt. Venjulega er ég í engum vandræðum að næla mér í konu. Ég er veitingastjóri og missti vinnuna vegna Covid. Ég bý með þremur öðrum karlmönnum og hefði venjulega aldrei farið þessa leið,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi verið með fimm mismunandi vændiskonum síðastliðið ár.

„Ég hitti ekki vændiskonur sem eru á götunni, heldur konur í vændishúsum eða sem vinna heiman frá sér. Ég skammast mín en kynlífið er mjög gott og ég varð fljótur að venjast rútínunni,“ segir hann.

„Ég sagði við sjálfan mig að það væri mun auðveldara að sleppa öllum tilfinningum og stunda bara kynlíf. Ég sagði líka við mig að ég myndi bara gera þetta einu sinni eða tvisvar og hætta þegar ég myndi eignast kærustu.“

Mynd/Getty

En maðurinn varð fljótt ástfanginn af „uppáhalds vændiskonunni“ sinni, eins og hann orðar það. „Ég er byrjaður að borga henni fyrir meiri tíma. Við hittumst heima hjá henni eða mér. Hún er í lang besta forminu af þeim fimm sem ég hitti reglulega og ég sé alveg fyrir mér að hún og vinir mínir myndi ná vel saman. Við stundum kynlíf og kúrum síðan yfir sjónvarpinu í klukkutíma eða svo. En hún er aldrei sekúndu lengur en ég borga henni fyrir,“ segir hann.

„Ég vona að hún verði jafn hrifin af mér og ég er af henni, og ég vil að hún eyði meiri tíma með mér. Hvernig get ég fengið hana til að vera lengur?“ Spyr maðurinn vongóður.

Blákaldur sannleikurinn

Deidre segir manninum blákaldan sannleikann. „Þú þarft að vera raunsær. Hún er að vinna vinnuna sína og það hljómar eins og hún hafi engan áhuga á að eyða meiri tíma með þér en þú borgar henni fyrir. Þú þarft að tala við hana og spyrja hana hvað hún vill,“ segir hún og minnir svo manninn á að kynlíf með öðrum en maka eykur líkurnar á að smitast eða dreifa kórónuveirunni.

„Ef hún hefur ekki áhuga á sambandi þá verðurðu að hætta að hitta hana, og aðrar vændiskonur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“