fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fókus

Tuttugu og tveggja barna móðir deilir mynd af yngsta barninu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. september 2020 10:40

Radford fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fimm mánuðir síðan Sue Radford eignaðist tuttugasta og annað barnið sitt. Í tilefni þess deilir hún mynd af sér gefa yngsta krílinu brjóst. Fabulous Digital greinir frá.

Hún segir brjóstagjöfina vera krefjandi en þess virði. „Heidie er fimm mánaða gömul, sem þýðir að ég er búin að vera að gefa brjóst í fimm mánuði. Ég verð að segja að Heidi hefur verið auðveldasta barnið að gefa brjóst hingað til og ég er að elska þennan tíma okkar saman, þó svo að hann hefur verið krefjandi á köflum,“ segir hún á Instagram.

Radford fjölskyldan er stærsta fjölskylda Bretlands og er með yfir 300 þúsund fylgjendur á Instagram.

Sue Radford er 45 ára. Hún og eiginmaður hennar, Noel, eiga saman 22 börn. Þau Chris, 30 ára, Sophie, 26 ára, Chloe, 24 ára, Jack, 22 ára, Daniel, 20 ára, Luke, 19 ára, Millie, 19 ára, Katie, 17 ára, James 16 ára, Ellie, 14 ára, Aimee, 13 ára, Josh, 12 ára, Max, 11 ára, Tillie, 9 ára, Oscar, 8 ára, Casper, 7 ára, Hallie, 4 ára, Phoebe, 4 ára, Archie, 2 ára, Bonnie eins árs og Heidie, fimm mánaða.

Sue og Noel eiga einnig þrjú barnabörn, Daisy, sjö ára, Ayprill, fimm ára og Leo, fjögurra ára.

Það er víða þekkt að hjónin fá engar bætur fyrir utan barnabætur, þau eiga og reka bakarí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram