fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fókus

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“

Fókus
Miðvikudaginn 16. september 2020 08:50

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðalaus maður veit ekki hvað hann á að gera. Hann og eiginkona hans stunda ekki lengur kynlíf. Að hans sögn var kynlífið frábært áður fyrr, þegar eiginkona hans starfaði sem vændiskona og hann var viðskiptavinur hennar.

Maðurinn leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Við kynntumst þegar hún var vændiskona og ég var viðskiptavinur hennar. Kynlífið var frábært en það er það ekki lengur. Við höfum ekki stundað kynlíf í heilt ár,“ segir hann.

„Hún er falleg kona og var mjög fær í sínu starfi. Hún lét mér líða eins og ég væri sérstakur, ekki bara sem elskhugi heldur líka sem manneskja. Hún sagði mér frá því að síðustu tvö ár í lífi hennar hafa verið mjög erfið. Faðir hennar dó úr krabbameini og tvær vinkonur hennar létust í bílslysi.“

Maðurinn er 31 árs og hún er 29 ára. „Ég borgaði henni fyrir kynlíf í þrjú ár þar til við áttuðum okkur á því að við bærum tilfinningar til hvors annars. Við ákváðum að verða par. Hún hætti að vinna sem vændiskona en fór í nokkur partý þar sem „eiginkonum er skipt“ (e. wife-swapping parties), með mínu leyfi að sjálfsögðu. En hún hætti að fara í partýin eftir að fólkið komst að fortíð hennar og ég held að það hafi komið henni í uppnám.“

Maðurinn segir að þau séu hamingjusöm og hann telur sig vita að hún elskar hann og hann elskar hana.

„En vandamálið er að við stundum ekki lengur kynlíf. Ég hélt að hún yrði öruggari eftir að við myndum giftast og að hún myndi vilja stunda kynlíf aftur. En því miður hefur það ekki breytt neinu. Eina sem ég fæ er koss á kinnina, sem er betra en ekkert ætli það ekki. Okkur semur vel saman en ég á erfitt með að díla við þunglyndisköst hennar, hún hefur verið þunglynd í langan tíma. Hún fer ekki fram úr fyrr en eftir hádegi og beint upp í rúm eftir kvöldmat. Ég hef reynt að fá hana til að fara til læknis, en hún vill það ekki. Ég vil ekki þrýsta á hana en ég get bara ekki sætt mig við það að við stundum ekki kynlíf lengur. Hún kveikir í mér á hverjum degi.“

Deidre svarar manninum.

„Þú hefur gifst fallegri konu en ég er ekki viss um að þú þekkir hana það vel? Hefurðu spurt hana af hverju hún fór að vinna sem vændiskona? Eða af hverju hún vildi taka þátt í þessum „eiginkonu-skiptum“?

Mig grunar að hún hafi lent í áföllum, ekki aðeins það sem hefur gerst undanfarin tvö ár. Það virðist sem svo að hún hefur lært að kynlíf sé söluvara, eitthvað sem er hægt að græða á en ekki til að sýna ást. Ég er að velta því fyrir mér hvort hún sé þolandi kynferðisofbeldis. Þó hún sé hamingjusamlega gift, þá er hún ennþá að glíma við sársauka fortíðarinnar. Þunglyndið er vísbending. Og þú hefur rétt fyrir þér, hún þarf hjálp. Ef hún neitar að hitta lækni þá getur verið að ráðgjöf hjálpi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“