fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Sendi eiginkonunni skilaboð og þóttist vera Jason Mantzoukas – Bjóst ekki við nektarmyndunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. september 2020 21:00

Jason Mantzoukas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður reyndi að hrekkja eiginkonu sína en bjóst ekki við svörunum sem hann fékk. Hann sendi eiginkonu sinni skilaboð og þóttist vera bandaríski leikarinn og grínistinn Jason Mantzoukas. Honum brá heldur í brún þegar eiginkona han sendi „Jason“ nektarmyndir.

Maðurinn vissi ekkert hvað hann átti að gera næst og ákvað að leita ráða hjá netverjum á Reddit. Færslunni hefur í kjölfarið verið deilt á Twitter og farið eins og eldur í sinu um netheima.

Sagan er sú að parið átti saklaust samtal um hvaða stjörnu þeim langaði að sænga hjá. Maðurinn nefndi Beyoncé og eiginkona hans viðurkenndi að hún væri mjög hrifin af Jason Mantzoukas, sem fór í sama háskóla og hún í Vermont.

Eiginmaðurinn var bæði afbrýðisamur og forvitinn og ákvað að senda eiginkonu sinni tölvupóst og þykjast vera Jason. Hann sendi henni kynferðisleg skilaboð ásamt nektarmyndum af „loðnum karlmanni“ sem hann fann á netinu. Það sást ekki í andlit mannsins á myndunum. Eiginkonan sendi nektarmyndir til baka.

Vil samt ekki hætta

Eins og fyrr segir leitaði maðurinn ráða hjá netverjum á Reddit. Hann sagðist ekki vita hvað hann ætti að gera og viðurkenndi að hann langaði eiginlega ekki að hætta. „Ég hef ekki séð eiginkonu mína nakta í marga mánuði,“ segir hann.

„Ég veit að ég virðist vera alveg klikkaður, en mig langar að sjá hversu lengi ég kemst upp með þetta. En það er samt frekar ömurlegt að þykjast vera Jason Mantzoukas.“

Netverjum þótti sagan sprenghlægileg og einn netverji sagði að maðurinn ætti þetta skilið. Annar sagði að næst þegar hann er ósáttur þá ætti hann bara að tala við eiginkonu sína, ekki þykjast vera grínisti á netinu.

Nokkrir efast um sannleiksgildi sögunnar. „Ég er viss um að þetta sé ekki satt, en ég er ánægð að sjá að fólk á Twitter sé loksins að átta sig á hversu aðlaðandi Jason Mantzoukas er. Ég get ekki útskýrt það en hann er algjört nammi,“ segir einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fókus
Í gær

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026