fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Nökkvi Fjalar opnar sig um sannleikann á bak við glansmyndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 13:00

Nökkvi Fjalar segir einlægur frá því hvernig viðhorf hans hefur breyst til líkama síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason opnaði sig nýlega um líkamsvirðingu og raunveruleikann á bak við sumar myndirnar sínar á Instagram. Í samtali við DV segir Nökkvi að hann telji mikilvægt að fólk fái að sjá alla vinkla, ekki bara sérvalin sjónarhorn.

„Ég átti það til að deila bara myndum af mér þegar ég var með hvað lægstu fituprósentu. Ég er alls ekki að segja að það sé eitthvað að því að deila svoleiðis myndum en mér finnst bara réttast að fólk viti að ég er ekki alltaf svona. Þessar myndir eru teknar frá góðu sjónarhorni og með góðri lýsingu. Einnig var ég búinn að skerpa aðeins á mataræðinu fyrir flestar af þessum myndum,“ segir Nökkvi Fjalar. Hann deildi nokkrum myndum á Instagram sem má skoða hér að neðan. Ýttu á örina til hægri til að sjá myndirnar sem Nökkvi vísar til.

https://www.instagram.com/p/CDrh7GTg370/

Nökkvi segir að hann hafi ákveðið opna sig um þetta því honum finnst mikilvægt að fólk sjái alla vinkla.

„Ég er hrifinn af því að deila „flottustu“ myndunum á Instagram, en mér finnst líka gaman að sýna myndir án „filters“ og sýna aðra vinkla. Upphaflega var þetta áskorun frá góðri vinkonu minni, Ernuland. Hún hefur lengi verið að miðla boðskapnum að maður eigi að elska líkamann sinn eins og hann er.“

Undanfarin fjögur ár hefur Nökkvi unnið markvisst í sinni andlegu heilsu. „Ég legg upp úr því á hverjum degi að gera eitthvað sem hjálpar mér að vera í jafnvægi. Áður skipti það mig miklu máli að fá viðurkenningu frá öðrum, núna skiptir mig meira máli að fá viðurkenningu frá mér sjálfum,“ segir Nökkvi.

Samfélagsmiðlar

Finnst þér samfélagsmiðlar gefa upp óraunhæfa ímynd af fólki?

„Samfélagsmiðlar að mínu mati gefa upp þá mynd sem þú vilt sjá. Ég fylgi bara fólki sem lyftir mér persónulega upp. Það er hægt að láta allt draga sig niður svo að mínu mati tek ég ábyrgð á mér að vera ekki að bera mig saman við einhvern annan,“ segir Nökkvi og bætir við að samfélagsmiðlar séu frábært tól til þess að vera í sambandi við vini og gefa af sér.

„Samfélagsmiðlar eru bara samfélagsmiðlar, hvorki alslæmir né algóðir, það fer allt eftir því hvað hver og einn gerir svo við þá. Ég persónulega kýs að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri og gera mitt allra besta til þess að vera gott fordæmi fyrir aðra.“

Líkamsvirðing

Það er ekki algengt að sjá karlmenn taka þátt í umræðu um líkamsvirðingu. Aðspurður af hverju hann heldur að það sé segir Nökkvi:

„Ég get ekki talað fyrir alla karlmenn, en fyrir mitt leyti þá var ég feiminn að taka þátt í umræðunni því ég er karlmaður í „góðu formi.“ Mér fannst ég kannski ekkert endilega eiga heima þarna. En svo þegar ég pældi í því þá eiga allir heima í þessari umræðu að elska líkama sinn eins og hann er.“

Finnst þér umræðan vera kynbundin? Hvað getum við gert til að opna umræðuna um líkamsímynd karla?

„Ég sé töluvert meira af konum í þessari umræðu. Það er alltaf líka erfitt að vera fyrstur eða öðruvísi. Svo vonandi í kjölfarið á þessu þá munu fleiri karlmenn tjá sig um sinn líkama. Burt séð frá kyni þá langar mig að hvetja alla til þess að horfa á sig í spegli og æfa sig að elska sjálfa/n sig. Þú þarft ekkert endilega að pósta því á samfélagsmiðla. Eina sem skiptir máli er að þér líði þannig,“ segir Nökkvi.

„Það sem mér finnst mikilvægast í þessari umræðu er að elska sig nákvæmlega eins og maður er. Það er líka allt í lagi að vilja breytingar en þá er mikilvægt að elska ferlið. Ég mun halda áfram að deila myndum frá öllum vinklum, myndum með góðri lýsingu, myndum með fallegum filter, myndum með engum filter, því ég elska alla vinkla!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi