fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Kristín og Gulli í skýjunum – Hjónabandssælan bar ávöxt

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og hjónabandsráðgjafinn Kristín Tómasdóttir og eiginmaður hennar Guðlaugur Aðalsteinsson hönnunarstjóri hjá Íslensku Auglýsingastofunni eiga von á barni. Hjónin eru alsæl með fréttirnar en Kristín er gengin rúma þrjá mánuði og er þetta fjórða barnið þeirra en þau giftu sig sumarið 2017. Lesendur DV þekkja Kristínu vel en hún er með vinsæla vikulega pistla í helgarblaði DV þar sem hún svarar fyrirspurnum lesenda.

Kristín hefur skapað sér gott orð sem fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi en hún er með BA í kynjafræði og MA í fjölskyldumeðferð. Kristín er ein margra kvenskörunga úr sinni ætt en hún er systir bæði fjölmiðlakonunnar Þóru Tómasdóttur og fyrrverandi borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur, auk þess að vera dóttir Guðrúnar Jónsdóttur, fyrrum framkvæmdastýru Kvennaathvarfins.

Kristín hefur á undanförnum áratug þróað og kennt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem notið hana mikilla vinsælda. Þar að auki hefur hún skrifað fjölda bóka og starfað sem blaðakona. Í dag sinnir Kristín aðallega parameðferð og hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur ástinni.

Kristín hvetur lesendur til að senda sér fyrirspurnir sem hún svarar í helgarblaði DV. Hægt er að senda Kristínu fyrirspurnir á hjonbandssaela@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs