fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Annie Mist opnar sig um mjög erfiða fæðingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 21:02

Annie Mist Þórisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist dóttur á mánudaginn síðastliðinn. Þetta er fyrsta barn hennar og unnusta hennar, Frederik Aeigidius.

Annie Mist greindi frá gleðifregnunum á Instagram fyrr í vikunni. Í nýrri færslu opnar hún sig um fæðinguna, sem hún segir hafi gengið mjög illa og á hún framundan langa og stranga leið til bata.

Lengstu mínútur lífs hennar

Annie Mist segist hafa reiknað með því að fæðingin myndi ganga vel, en því miður varð raunin ekki sú.

„Ég ætla ekki að fara út í smáatriði en þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir Annie Mist.

Fyrstu verkir byrjuðu laugardagsmorguninn 8. ágúst og kom stúlkan í heiminn rúmlega tveimur dögum síðar, mánudaginn 10. ágúst.

„Ég veit ekki eftir hversu marga tíma í hríðum, þá kom hún loksins í heiminn. Það heyrðist ekkert í henni og þetta voru lengstu mínútur lífs míns. Svo heyrðum við loksins háan grátur og hún er hundrað prósent heilbrigð,“ segir Annie Mist.

CrossFit-stjarnan segist vera þakklát fyrir ljósmæðurnar og læknana á spítalanum.

„Ég endaði með því að missa rúmlega tvo lítra af blóði og á framundan langan og strangan veg til bata. Ég er kannski ekki ég sjálf í dag og þetta tekur kannski smá tíma. Ég á eftir að þurfa aðstoð við einföld verk en mér mun batna. Ég er með Frederik og litlu stelpuna mína mér við hlið,“ segir hún.

Þú getur lesið frásögn Annie Mistar í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/CD7Q76GHXnH/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins