fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Viðskiptavinur braut reglur og sagði Arnari að „það væri ekkert COVID“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 09:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar vinnur í verslun á höfuðborgarsvæðinu og lenti í því að afgreiða dónalegan kúnna sem hundsaði reglur og sagði að það „væri ekkert COVID.“ Hann sagði frá upplifuninni í Facebook-hópnum Sögur af dónalegum viðskiptavinum og vakti færslan mikla athygli. Hann gaf DV leyfi til að birta færsluna sem er orðin hitamál.

„Eldri kona tróð sér fram hjá borða og sjö skiltum sem á stóð að ekki mætti fara þar í gegn,“ segir Arnar og bætir við að þessi skilti séu sett við afgreiðslukassa verslunarinnar til að koma í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt til að tryggja að tveggja metra reglunni sé fylgt.

„Þar sem ég var einn að afgreiða náði ég ekki að kalla til konunnar að þetta væri ekki inngangur að kössunum. Ég kláraði að afgreiða parið sem var á kassa hjá mér og kallaði til næsta kúnna, sem var þessi eldri kona,“ segir hann.

„Í miðri afgreiðslu benti ég henni vinsamlega á, eins og öllum þeim sem hundsa eða einhvern veginn taka ekki eftir skiltunum og borðanum, að næst skuli hún fara réttum megin í gegn þar sem þetta væri ekki inngangur að kössunum.“

Arnar lýsir síðan samtalinu sem hann átti við konuna.

„Eldri konan: „Ég veit það.“

Ég: „Bara svona upp á framtíðina. Þetta er sett upp til að hjálpa til við að viðhalda tveggja metra reglunni.“

Eldri konan: „Ég fór bara þarna í gegn því það var enginn.“

Ég: „Jú. Fólkið sem ég var að afgreiða.“

Eldri konan: „Það skiptir engu máli. ÞAÐ ER EKKERT COVID.“

Ég: Þagði og var hneykslaður.

Eldri konan: „Lestu ekki rannsóknir? Þúsund bandarískir læknar hafa staðið upp á móti þessu!“

Arnar ákvað að leiðrétta ekki konuna, enda einn á kassa og sá fyrir sér töf ef hann myndi láta á reyna.

„Í mínu sjokki yfir þessum fáránlegu fullyrðingum, og venju minni að gera kúnnann ekki meðvitaðan um sína eigin vitleysu í kurteisisskyni, þá „tune-aði“ ég restina út og kláraði að afgreiða hana. Hún mætti karlinum sínum á leiðinni út og ég heyrði hana tuða undan mér,“ segir hann.

Eftir á hyggja hugsar Arnar hvort hann hefði átt að „leiðrétta vitleysuna í henni“ og bendir á alvarleika málsins.

Hann segir málið vera mjög alvarlegt enda sé fólk á spítala vegna veirunna og jafnvel á gjörgæslu í öndunarvél.

Netverjar hneykslaðir

Netverjar eru hneykslaðir yfir hegðun konunnar segir einn að það hefði ekki breytt neinu að rökræða við hana. „Stundum er ara best að einmitt loka eyrunum og vona að afgreiðslan taki fljótt af,“ segir hann.

Annar netverji segir að Arnar hefði átt að hringja á lögguna, sem hefði vísað henni út og sektað.

„Skiptir ekki máli að hún trúi ekki að það sé ekkert COVID. Þarf samt að hlýða reglum inni í einkafyrirtæki,“ segir einn við færsluna.

„Og svo er verið að segja að unga fólkið hlusti ekki og hundsi reglur,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro