fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Illugi illur og sendi bréf – „Óendanlega sorglegt að horfa á þetta myndband ykkar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var birt myndband frá auglýsingastofunni Brandanborg þar sem ný ásýnd og merki íslenska landsliðsins í knattspyrnu var kynnt til leiks. Myndbandið hefur fengið blönduð viðbrögð og þykir mörgum þar gæta á þjóðrembing og jafnvel vott af hægri öfgahyggju.

Einn af gagnrýnendum myndbandsins er Illugi Jökulsson, rithöfundur. Myndbandið fór svo öfugt ofan í hann að hann sá tilefni til að rita formanni Knattspyrnusambands Íslands, Guðna Bergssyni, bréf vegna málsins.

„Sæll Guðni.

Mikið þykir mér óendanlega sorglegt að horfa á þetta myndband ykkar, sem á að vera kynning á nýju merki. Ekki er nóg með að þar er ýtt undir hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar hafi sífellt þurft að verjast (með vopnum!) erlendri ásælni, heldur er því þar markvisst gefið undir fótinn að samstaða Íslendinga felist í að verjast útlendingum.“

Illugi heldur áfram og spyr hvort Guðni telji þetta hugarfar sem KSÍ vilji leggja nafn sitt við.

„Í þröngum skilningi á það kannski við á fótboltavellinum, en finnst þér í alvöru að þetta sé það hugarfar sem KSÍ eigi að ýta undir? Og eiga aðfluttir Íslendingar – hvort heldur þeir eru ættaðir frá Póllandi, Asíu, Afríkulöndum eða hvað sem er – eiga þeir að finna til einhvers stolts við að horfa á þetta víkingarúnk? – þú afsakar orðalagið.“

Textinn í þessu myndbandi sé ekki bara rangur heldur flatneskjulegur, illa skrifaður og illa lesinn.

„Þetta er bara einhvern veginn allt fyrir neðan ykkar – og þar með okkar! – virðingu.“

Illugi tekur fram að skoðanir á myndbandinu séu skiptar og það sé í fínu lagi. En myndband um landsliðið eigi varla að vera með þeim hætti að það ali á sundrung og skapi deilur.

„Nú sé ég í umræðum á netinu að sumum finnst þetta flott. Þá það. Hafi það verið markmiðið hjá ykkur með þessu myndbandi að skapa sundrungu og deilur um landsliðið, þá hefur það vissulega tekist. Persónulega ætti ég mjög erfitt með að fara á völlinn ef ég teldi að hugarfarið, sem birtist í þessu myndbandi, væri það sem réði ríkjum innan KSÍ. Og alla vega – ykkur hefði mátt vera ljóst – bara af því að lesa drög að þessari furðusmíð – að þetta myndi vekja andúð og jafnvel ógeð stórs hluta þjóðarinnar. Að þið skuluð EKKI hafa fattað það, finnst mér því miður lýsa algjöru dómgreindarleysi þarna innan dyra hjá ykkur.“

Hannes sáttur

Hins vegar, líkt og áður segir, eru skoðanir á gæðum myndbandsins skiptar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er hæst ánægður með myndbandið og vísun þess í Íslandssöguna.

„Það, sem er glæsilegast í myndbandi KSÍ, er einmitt stiklan úr sögu Snorra um landvættirnar. Hana samdi Snorri bersýnilega til að leiða þeim Skúla jarli og Hákoni konungi fyrir sjónir, að innrás í Ísland væru ekki heiglum hent. Þeir gætu búist við andstöðu. Hann var að segja þeim frændum óbeint hið sama og skáldin, sem hann skrifaði um, voru að segja konungum óbeint til syndanna í kvæðum sínum, til dæmis Sighvatur Þórðarson Magnúsi konungi Ólafssyni í Bersöglismálum.“

Hér má sjá myndbandið umdeilda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldhús Gígju hefur tekið ótrúlegum breytingum í gegnum árin

Eldhús Gígju hefur tekið ótrúlegum breytingum í gegnum árin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjón pælir í „undarlegri“ gátu sem hann fékk senda í brúnu umslagi – „Hver eru skilaboðin?“

Kristjón pælir í „undarlegri“ gátu sem hann fékk senda í brúnu umslagi – „Hver eru skilaboðin?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin – Mörgum var órótt þegar fyrstu tölvuspilasalir Íslands hófu starfsemi

Tímavélin – Mörgum var órótt þegar fyrstu tölvuspilasalir Íslands hófu starfsemi
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“