fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fókus

„Ekkert plan er mitt plan“ – Binni löve um föðurhlutverkið og samfélagsmiðla

Unnur Regína
Sunnudaginn 12. júlí 2020 13:20

Brynjólfur Löve Mogensson segir allt hafa breyst þegar sonurinn fæddist. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Löve Mogensson opnaði líf sitt upp á gátt á samfélagsmiðlum og varð svokallaður áhrifavaldur alveg óvart. Hann segir fylgja því kosti og galla og erfiðast sé hvað fólk leyfi sér að vera óvægið í kjaftagangi um þekkta einstaklinga. „Ég ætlaði aldrei að verða eitthvað stór á samfélagsmiðlum, ég var bara venjulegur gaur með Snapchat.“

„Samfélagsmiðlar gerðu mér kleift að vinna við það sem mér finnst gaman. Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í engri alvöru og endaði það þannig að í dag er ég að vinna í kringum þessa miðla,“ segir Binni eins og hann er kallaður, en hann starfar sem sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá auglýsingafyrirtækinu KIWI.

Fann brimbretti á Bland

„Ég hef öðlast mikla reynslu í þessum bransa og vann áður hjá fyrirtæki þar sem ég var að stýra áhrifavaldaherferðum um allan heim ásamt því að vinna að herferðum fyrir stór fyrirtæki. Ég er búinn að læra virkilega mikið og skapa mér vettvang þar sem ég get búið mér til tekjur við það að gera það sem ég hef ástríðu fyrir. Ókostirnir eru að sjálfsögðu þeir að maður verður skotmark. Allt sem fær jákvæða athygli fær í flestum tilfellum líka einhverja neikvæða athygli. Ég hef samt alltaf bara tekið neikvæðri athygli sem parti af þessu og ég veit að það skapast alls konar umræður um mig og mitt líf.“

Binni á sér mörg áhugamál en eitt þeirra er nú kannski ekki sérlega íslenskt en hann fer á brimbretti allan ársins hring. „Síðan ég var krakki hef ég alltaf verið á hjólabretti og snjóbretti og verið mikið í þeim lífsstíl. Allar mínar fyrirmyndir voru hjólabrettaog snjóbrettafólk. Sá lífsstíll hefur alltaf heillað mig og ég hef alltaf verið hluti af þeirri hreyfingu og sörfið varð einhvern veginn eðlileg framlenging af því. Ég fann brimbretti til sölu á bland.is og kenndi sjálfum mér á það.“

Föðurhlutverkið breytti öllu
Binni eignaðist soninn Storm árið 2018 og eru þeir feðgar duglegir að gera skemmtilega hluti saman. Binni skildi við barnsmóður sína fyrir stuttu og hefur þurft að aðlagast lífinu svolítið upp á nýtt. Hann hefur verið duglegur að sýna frá lífi þeirra feðga á miðlum sínum og deila svokölluðum „pabbatips“ þar sem hann snertir á öllu frá fæðingu og að því hvernig á að halda rétt á ungbarnabílstól hvernig þeim líður og ég hef fengið virkilega falleg skilaboð og spurningar í sambandi við föðurhlutverkið. Mér finnst alltaf skemmtilegast að láta frá mér efni sem veitir öðrum innblástur og er gagnlegt.“

Lífið varð betra

„Það breyttist allt þegar Stormur fæddist, ég þurfti að verða skipulagðari og ráðstafa tíma mínum betur. Lífið varð tíu sinnum betra og allt sem ég geri er skemmtilegra af því að Stormur er með mér. Að fylgjast með honum þroskast, vaxa og dafna er það fallegasta sem ég veit um. Hann lærir ný orð á hverjum degi, hleypur út um allt og að sjá hann upplifa heiminn er það skemmtilegasta í heimi. Að vera pabbi hans er hlutverk sem ég er virkilega þakklátur fyrir.“

Binni hefur virkilega skemmtilega sýn á framtíðina og er ekki mikið fyrir að plana. „Allt sem ég hef gert og fengið, grætt og lært, hefur einhvern veginn komið til mín. Út frá þessu hef ég einmitt kynnst og unnið með rosalega mörgu fólki og fengið mörg tækifæri. Það að vera ekki með neitt plan er planið mitt,“ segir Binni og hlær.

Þið getið fylgst með Binna á instagram : binnilove 


Binni er duglegur að ferðast um landið

Brynjólfur Löve á brimbretti
Binni og sonur hans Stormur Löve
Brynólfur Löve Mogensson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni