fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 18:40

Frá Alicante.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrvals Útsýn mun hefja ferðir til Tenerife og Alicante í byrjun júlímánaðar. Þetta staðfestir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar í samtali við DV. Hún segir að Íslendingar séu sumir orðnir sólþyrstir.

„Við bindum vonir við það að fólk fari í sólina. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita. Núna verða auðvitað færri ferðamenn og því munu Íslendingarnir njóta sín vel. Spánverjar fagna því verulega að fá Íslendingana aftur.“

Flug til og frá Tenerife mun hefjast 11. júlí og til og frá Alicante þann 13. júlí. Frá því mun vikulegt flug til þessara staða hefjast. Þórunn segir að áhuginn hafi verið mikill, bæði í þessar fyrstu ferðir og svo líka í fyrirhugaðar haustferðir.

„Við ætlum bara að henda í þetta og sjá hvort að landinn sé ekki enn þá sólarþyrstur“

Þórunn segir að Íslendingar ættu að hafa áhuga á að fara til útlanda, á meðan að þeir vilja fá ferðamenn hingað til lands.

„Á þessum stöðum er allt að opna, allt að fara í normal ástand. Fyrir utan þessar hefðbundnu COVID-reglur sem allir þekkja.“

Hún segir að ferðaskrifstofan muni vera dugleg að miðla öllum mikilvægum skilaboðum til farþega vegna COVID-mála og hvetur fólk endilega til að hringja í skrifstofuna hafi það einhverjar fyrirspurnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni