fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 18:40

Frá Alicante.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrvals Útsýn mun hefja ferðir til Tenerife og Alicante í byrjun júlímánaðar. Þetta staðfestir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar í samtali við DV. Hún segir að Íslendingar séu sumir orðnir sólþyrstir.

„Við bindum vonir við það að fólk fari í sólina. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita. Núna verða auðvitað færri ferðamenn og því munu Íslendingarnir njóta sín vel. Spánverjar fagna því verulega að fá Íslendingana aftur.“

Flug til og frá Tenerife mun hefjast 11. júlí og til og frá Alicante þann 13. júlí. Frá því mun vikulegt flug til þessara staða hefjast. Þórunn segir að áhuginn hafi verið mikill, bæði í þessar fyrstu ferðir og svo líka í fyrirhugaðar haustferðir.

„Við ætlum bara að henda í þetta og sjá hvort að landinn sé ekki enn þá sólarþyrstur“

Þórunn segir að Íslendingar ættu að hafa áhuga á að fara til útlanda, á meðan að þeir vilja fá ferðamenn hingað til lands.

„Á þessum stöðum er allt að opna, allt að fara í normal ástand. Fyrir utan þessar hefðbundnu COVID-reglur sem allir þekkja.“

Hún segir að ferðaskrifstofan muni vera dugleg að miðla öllum mikilvægum skilaboðum til farþega vegna COVID-mála og hvetur fólk endilega til að hringja í skrifstofuna hafi það einhverjar fyrirspurnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram