fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Tryllt tíska Trumps vekur töluverða athygli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júní 2020 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið athygli fyrir margt annað en störf sín sem forseti síðustu ár. Hann hefur oft komist í fréttirnar fyrir útlit sitt, þar sem hárgreiðslan, fatastíllinn og dálæti hans á brúnkukremi hefur gjarnan stolið senunni.

Appelsínugul viðvörun

Brúnkuslys er eitthvað sem maður hefur ekki tengt beint við forseta Bandaríkjanna. Donald Trump breytti því rækilega og hefur tekist að klúðra notkun á brúnkukremi – ítrekað. Hann myndi líklega kalla það falsfréttir en við leyfum okkur að benda á að hann ætti að þiggja aðstoð förðunarfræðings næst þegar hann hyggst fríska upp á útlitið.

 

Bindin

Eitt af einkennum Trumps eru bindin hans. Hann er iðulega með rautt bindi en skiptir því stundum út fyrir blátt. Það sem vekur gjarnan athygli við bindin er hvað þau eru síð. Þumalputtaregla við notkun á hálsbindi er að það á ekki að ná niður fyrir buxnastreng. Það hefur gleymst að láta forsetann vita.

 

Hola í höggi

Trump í einhverju öðru en jakkafötum er sjaldséð sjón. Hann stundar einstaka sinnum golf og skellir sér þá í golffötin. Hann virðist halda sig við frekar stórar stærðir, sama hverju hann klæðist.

 

Of stór jakkaföt

Stór jakkaföt forsetans hafa ítrekað fangað athyglina og er hann jafnvel talinn hafa haft áhrif á tískustrauma með þessu sérlega dálæti sínu á of stórum jakkafötum. Slík föt rötuðu ítrekað á tískupalla eftir að Donald Trump fór að ganga í þeim. Ein þeirra sem hafa skartað slíkum klæðnaði er Kim Kardashian en hún er stórvinkona forsetans umdeilda. Á meðfylgjandi mynd má sjá að skálmarnar á buxum forsetans eru víðari en gengur og gerist á jakkafatabuxum.

 

Hárið á Trump hefur níu líf

Trump hefur skartað ótalmörgum hárgreiðslum í gegnum tíðina. Þunnt hárið hefur ýmist verið greitt aftur á bak eða verið gult. Myndir segja meira en þúsund orð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot