fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Skíðagallar og snjókarlar í sólinni – Skemmtilegt útgáfuteiti hjá Bergrúnu Írisi

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 20:48

Sara og Ósk grilluðu sykurpúða með foreldrum sínum. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergrún Íris Sævarsdóttir, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, bauð í svalasta sumarpartýið í garðinum heima hjá sér í dag þann 17. júní. Tilefnið var útgáfa bókar Bergrúnar, Kennarinn sem hvarf sporlaust, og var útgáfu bókarinnar fagnað með nýstárlegum hætti.
Bergrún Íris, klædd í takt við þema veislunnar, með Birgittu frá Bókabeitunni.
Bókin fjallar um krakka í skíðaferðalagi og voru gestir hvattir til að mæta með skíðagleraugu eða annan skíðabúnað samkvæmt þema bókarinnar. Margir skelltu sér því í snjógalla jafnvel þó veðrið gæfi ekki endilega tilefni til þess.
Flottasti skíðamaðurinn var valinn og fékk veglega bókagjöf frá Bókabeitunni og gjafabréf á námskeið í myndlýsingum hjá Bergrúnu.
Mía var sigurvegari keppninnar um flottasta skíðadressið
Gestir og gangandi gátu spreytt sig á gátum mannræningjans, leikið í garðinum og hoppað á trampólíni auk þess að næla sér í áritað eintak af Kennaranum sem hvarf sporlaust. Grillaðir sykurpúðar og heitt kakó var í boði eins og í öllum góðum skíðaferðalögum.
Sara og Tinna byrjuðu strax að lesa.
Sumarpartýið var haldið samkvæmt þema þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði um að halda sína eigin heimahátíð vegna samkomutakmarkana í skugga kórónuverufaraldursins.
Hrannar, Arnaldur og Darri Freyr fengu sér sykurpúða í sólinni.

 

Kevin og Klea ásamt foreldrum sínum og Bergrúnu Írisi.

 

Fólk gat fengið mynd af sér í myndabás og orðið um leið persóna á kápu bókarinnar

 

Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar Bergrún las úr bókinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni