Sara og Ósk grilluðu sykurpúða með foreldrum sínum. Myndir/aðsendar
Bergrún Íris Sævarsdóttir, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, bauð í svalasta sumarpartýið í garðinum heima hjá sér í dag þann 17. júní. Tilefnið var útgáfa bókar Bergrúnar, Kennarinn sem hvarf sporlaust, og var útgáfu bókarinnar fagnað með nýstárlegum hætti.
Bergrún Íris, klædd í takt við þema veislunnar, með Birgittu frá Bókabeitunni.
Bókin fjallar um krakka í skíðaferðalagi og voru gestir hvattir til að mæta með skíðagleraugu eða annan skíðabúnað samkvæmt þema bókarinnar. Margir skelltu sér því í snjógalla jafnvel þó veðrið gæfi ekki endilega tilefni til þess.
Flottasti skíðamaðurinn var valinn og fékk veglega bókagjöf frá Bókabeitunni og gjafabréf á námskeið í myndlýsingum hjá Bergrúnu.
Mía var sigurvegari keppninnar um flottasta skíðadressið
Gestir og gangandi gátu spreytt sig á gátum mannræningjans, leikið í garðinum og hoppað á trampólíni auk þess að næla sér í áritað eintak af Kennaranum sem hvarf sporlaust. Grillaðir sykurpúðar og heitt kakó var í boði eins og í öllum góðum skíðaferðalögum.
Sara og Tinna byrjuðu strax að lesa.
Sumarpartýið var haldið samkvæmt þema þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði um að halda sína eigin heimahátíð vegna samkomutakmarkana í skugga kórónuverufaraldursins.
Hrannar, Arnaldur og Darri Freyr fengu sér sykurpúða í sólinni.
Kevin og Klea ásamt foreldrum sínum og Bergrúnu Írisi.
Fólk gat fengið mynd af sér í myndabás og orðið um leið persóna á kápu bókarinnar
Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar Bergrún las úr bókinni